Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 12:44 Theresa May ræddi við Andrew Marr á BBC. Getty/Handout Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25
Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29
Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40