Íslendingur slapp naumlega í ógnvænlegu bílslysi í Liverpool Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Aníka stóð á þessum gatnamótum þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum. Skjáskot úr öryggismyndavél Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira