Vanræktasta neyðin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó Heimsljós kynnir 20. desember 2018 11:00 Christian Jepsen/NRC Vanræktasta neyðin í heiminum er í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (DCR). Þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur. Fréttaveita Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka á vanræktustu neyðinni og birti í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Kongó er í efsta sæti listans annað árið í röð. „Ég heimsótti Kongó á þessu ári og hef sjaldan orðið vitni að jafn miklum mun á þörfinni annars vegar og aðstoðinni hins vegar,“ segir Jan Egeland yfirmaður norska flóttamannaráðsins. „Grimmdin í átökunum er átakanleg en það er líka hryllilegt að horfa upp á afskiptaleysið, bæði innan lands og á alþjóðavísu,“ bætir hann við. Óvenju margar „gleymdar kreppur“ er að finna á lista ársins en auk Lýðstjórnarlýðveldins Kongó voru tilnefnd sjö önnur ríki, Miðafríkulýðveldið, Jemen, Afganistan, Suður-Súdan, Búrúndí, Nígería og Venesúela, auk svæðisins umhverfis Tjadvatnið í Mið-Afríku. Þrátt fyrir óskaplega neyð í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó komst ástandið þar sjaldan í heimsfréttirnar, jafnvel ekki síðustu dagana í aðdaganda tímamótakosninga í landinu sem óttast er að leiði af sér aukin átök. Þrettán milljónir af rúmum áttíu milljónum íbúa í Lýstjórnarlýðveldinu Kongó eru hjálparþurfi. Sex af 21 mannúðarsamtökum sem tóku þátt í könnun Reuters töldu ástandið verst í Kongó, meðal annars Matvælaáætlun SÞ (WFP), Norska flóttamannaráðið, Oxam og Acton Aid. Fimm samtök töldu ástandið í Miðafríkuríkinu verst, meðal annars OCHA, UNICEF, MercyCorps og Plan International.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent
Vanræktasta neyðin í heiminum er í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (DCR). Þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur. Fréttaveita Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka á vanræktustu neyðinni og birti í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Kongó er í efsta sæti listans annað árið í röð. „Ég heimsótti Kongó á þessu ári og hef sjaldan orðið vitni að jafn miklum mun á þörfinni annars vegar og aðstoðinni hins vegar,“ segir Jan Egeland yfirmaður norska flóttamannaráðsins. „Grimmdin í átökunum er átakanleg en það er líka hryllilegt að horfa upp á afskiptaleysið, bæði innan lands og á alþjóðavísu,“ bætir hann við. Óvenju margar „gleymdar kreppur“ er að finna á lista ársins en auk Lýðstjórnarlýðveldins Kongó voru tilnefnd sjö önnur ríki, Miðafríkulýðveldið, Jemen, Afganistan, Suður-Súdan, Búrúndí, Nígería og Venesúela, auk svæðisins umhverfis Tjadvatnið í Mið-Afríku. Þrátt fyrir óskaplega neyð í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó komst ástandið þar sjaldan í heimsfréttirnar, jafnvel ekki síðustu dagana í aðdaganda tímamótakosninga í landinu sem óttast er að leiði af sér aukin átök. Þrettán milljónir af rúmum áttíu milljónum íbúa í Lýstjórnarlýðveldinu Kongó eru hjálparþurfi. Sex af 21 mannúðarsamtökum sem tóku þátt í könnun Reuters töldu ástandið verst í Kongó, meðal annars Matvælaáætlun SÞ (WFP), Norska flóttamannaráðið, Oxam og Acton Aid. Fimm samtök töldu ástandið í Miðafríkuríkinu verst, meðal annars OCHA, UNICEF, MercyCorps og Plan International.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent