Smáborgin Gitega verður framvegis höfuðborg landsins, á meðan Bujumbura, sem gegnt hefur hlutverki höfuðborgar, verður áfram helsta fjármálamiðstöð landsins.
„Ríkisstjórnarfundir verða framvegis haldnir í Gitega þar sem fimm ráðuneyti munu taka til starfa í ársbyrjun 2019, “ segir talsmaður Pierre Nkurunziza forseti á Twitter. Þingið á enn eftir að samþykkja breytinguna.
Gitega var höfuðborg konungsríkisins Búrúndí á sjöunda áratugunum.
Forsetinn lýsti því yfir árið 2007 að Gitega skyldi verða höfuðborg landsins og var það rökstutt á þann veg að borginn væri í miðju landsins. Íbúar Gitega eru einungis 30 þúsund talsins, samanborið við 1,2 milljónir íbúa Bujumbura.