Heimurinn bregst börnum á átakasvæðum Heimsljós kynnir 28. desember 2018 15:00 Sebastian Rich/UNICEF Framtíð milljóna barna í stríðshrjáðum löndum er í hættu því vopnaðar sveitir skirrast ekki við að fremja alvarleg brot gegn börnum án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar, segir í fréttatilkynningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem birt var í morgun. „Börn á átakasvæðum um heim allan hafa haldið áfram að þjást vegna ógurlegs ofbeldis síðustu tólf mánuði og heimurinn heldur áfram að bregðast börnum,“ segir Manuel Fontaine, yfirmaður bráðaaðgerða hjá UNICEF. Hann segir að stríðsaðilar hafi alltof lengi komist upp með grimmdarverk, nánast því refsilaust, og ástandið versni stöðugt. „Miklu meira er hægt að gera og verður að gera til þess að vernda og styðja börn,“ segir hann. Börn í stríðshrjáðum löndum hafa lent í beinum árásum, þau hafa verið notuð sem mennskir skildir, þau hafa verið drepin, þeim nauðgað eða þau hafa verið neydd til að berjast. Nauðganir, þvingunarhjónabönd og brottnám hafa einkennt átökin í Sýrlandi, Jemen, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu, Suður-Súdan og Mjanmar. Í tilkynningu UNICEF er minnt á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði 30 ára á næsta ári og eins verði þá 70 ár liðin frá því skrifað var undir Genfarsáttmálann. „Þrátt fyrir þessa sáttmála eiga fleiri þjóðir en nokkru sinni fyrr á síðustu þremur áratugum í átökum innan lands eða utan. Börn sem búa við átök eru þeir einstaklingar sem síst njóta réttar. Árásum á börn verður að linna,“ segir Fontaine. Í fréttatilkynningunni er að finna yfirlit yfir helstu átakasvæði í heiminum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent
Framtíð milljóna barna í stríðshrjáðum löndum er í hættu því vopnaðar sveitir skirrast ekki við að fremja alvarleg brot gegn börnum án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar, segir í fréttatilkynningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem birt var í morgun. „Börn á átakasvæðum um heim allan hafa haldið áfram að þjást vegna ógurlegs ofbeldis síðustu tólf mánuði og heimurinn heldur áfram að bregðast börnum,“ segir Manuel Fontaine, yfirmaður bráðaaðgerða hjá UNICEF. Hann segir að stríðsaðilar hafi alltof lengi komist upp með grimmdarverk, nánast því refsilaust, og ástandið versni stöðugt. „Miklu meira er hægt að gera og verður að gera til þess að vernda og styðja börn,“ segir hann. Börn í stríðshrjáðum löndum hafa lent í beinum árásum, þau hafa verið notuð sem mennskir skildir, þau hafa verið drepin, þeim nauðgað eða þau hafa verið neydd til að berjast. Nauðganir, þvingunarhjónabönd og brottnám hafa einkennt átökin í Sýrlandi, Jemen, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu, Suður-Súdan og Mjanmar. Í tilkynningu UNICEF er minnt á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði 30 ára á næsta ári og eins verði þá 70 ár liðin frá því skrifað var undir Genfarsáttmálann. „Þrátt fyrir þessa sáttmála eiga fleiri þjóðir en nokkru sinni fyrr á síðustu þremur áratugum í átökum innan lands eða utan. Börn sem búa við átök eru þeir einstaklingar sem síst njóta réttar. Árásum á börn verður að linna,“ segir Fontaine. Í fréttatilkynningunni er að finna yfirlit yfir helstu átakasvæði í heiminum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent