Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni Heimsljós kynnir 11. desember 2018 19:45 Starfsmaður Rauða krossins fræðir kongóska hermenn um lög í stríði og vernd almennra borgara. RK Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. Denis Mukwege hefur varið stórum hluta lífs síns í að hjálpa fórnarlömbum nauðgana og kynferðislegs ofbeldis í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, þar sem langvinn borgarastyrjöld hefur kostað meira en sex milljónir mannslífa. Mukwege hefur ítrekað fordæmt refsileysi vegna nauðgana og gagnrýnt stjórnvöld um allan heim fyrir að gera ekki nóg til að stöðva beitingu kynferðislegs ofbeldis sem stríðsvopns og stefnu í stríðsrekstri. Nadia Murad er sjálf fórnarlamb slíks ofbeldis. "Rauði krossinn á Íslandi, með aðstoð utanríkisráðuneytisins, styður dyggilega við bakið á Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), sem hefur skorið upp herör gegn nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi sem vopn í hernaði. Undanfarin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi veitt fjármagni í þessa baráttu ICRC í Sýrlandi, Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,” segir í frétt frá Rauða krossinum. Í meðfylgjandi myndbandi segir kongósk kona frá hræðilegum raunum sínum þegar vopnaðir menn brutust inn á heimili hennar og nauðguðu henni, rændu manninum hennar og myrtu. Hún leitaði til Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður Kivu þar sem hún hefur notið ráðgjafar og aðstoðar við að vinna sig úr áfallinu. Auk stuðnings við Rauða krossinn hafa íslensk stjórnvöld í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu stutt ötullega við bakið á UN Women í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og gegn kynferðislegu ofbeldi, meðal annars í Afganistan og Palestínu, auk mannúðarverkefnis í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Þessir málaflokkar hafa einnig verið rauður þráður í starfi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu skólanna (UNU-GEST) sem er hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi verið hefur verið framfylgt með sérstakri áætlun af Íslands hálfu og kappkostað að kynjasjónarmið séu samþætt í allar aðgerðir sem stuðla eiga að friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Þá fær Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Sýrlandi sérstakan stuðning frá Íslandi en framlög Íslendinga til sjóðsins voru þrefölduð á síðasta ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði. Denis Mukwege hefur varið stórum hluta lífs síns í að hjálpa fórnarlömbum nauðgana og kynferðislegs ofbeldis í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, þar sem langvinn borgarastyrjöld hefur kostað meira en sex milljónir mannslífa. Mukwege hefur ítrekað fordæmt refsileysi vegna nauðgana og gagnrýnt stjórnvöld um allan heim fyrir að gera ekki nóg til að stöðva beitingu kynferðislegs ofbeldis sem stríðsvopns og stefnu í stríðsrekstri. Nadia Murad er sjálf fórnarlamb slíks ofbeldis. "Rauði krossinn á Íslandi, með aðstoð utanríkisráðuneytisins, styður dyggilega við bakið á Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), sem hefur skorið upp herör gegn nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi sem vopn í hernaði. Undanfarin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi veitt fjármagni í þessa baráttu ICRC í Sýrlandi, Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,” segir í frétt frá Rauða krossinum. Í meðfylgjandi myndbandi segir kongósk kona frá hræðilegum raunum sínum þegar vopnaðir menn brutust inn á heimili hennar og nauðguðu henni, rændu manninum hennar og myrtu. Hún leitaði til Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður Kivu þar sem hún hefur notið ráðgjafar og aðstoðar við að vinna sig úr áfallinu. Auk stuðnings við Rauða krossinn hafa íslensk stjórnvöld í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu stutt ötullega við bakið á UN Women í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og gegn kynferðislegu ofbeldi, meðal annars í Afganistan og Palestínu, auk mannúðarverkefnis í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Þessir málaflokkar hafa einnig verið rauður þráður í starfi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu skólanna (UNU-GEST) sem er hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi verið hefur verið framfylgt með sérstakri áætlun af Íslands hálfu og kappkostað að kynjasjónarmið séu samþætt í allar aðgerðir sem stuðla eiga að friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Þá fær Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Sýrlandi sérstakan stuðning frá Íslandi en framlög Íslendinga til sjóðsins voru þrefölduð á síðasta ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent