Corbyn ekki til í vantraust strax Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 07:00 Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi. Getty/Leon Neal Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52