McDonald's ætlar að draga duglega úr notkun sýklalyfja Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2018 12:06 Hamborgararisinn ætlar sér að setja strangari viðmið um sýklalyfjanotkun. Getty/Tolga Akmen Hamborgarastórveldið McDonald's tilkynnti í gær að það ætli sér að leggja ríkar kvaðir á birgja sína um að þeir dragi úr notkun sýklalyfja við framleiðslu nautakjötsins sem þeir selja hamborgarakeðjunni. Á næstu tveimur árum segist fyrirtækið ætla að meta hversu duglega megi draga úr notkuninni og að í upphafi árs 2021 muni hið nýja sýklalyfjaviðmið taka gildi. Næstu misseri verði þannig nýtt til rannsókna og samningaviðræðna við stærstu birgja fyrirtækisins á tíu stærstu markaðssvæðum þess, þar með talið í Bandaríkjunum. McDonald's kaupir um 85% kjötsins sem það notar í hamborgara sína á umræddum markaðssvæðum. Greinendur telja að þessi yfirlýsing risans setji fordæmi í skyndibitaiðnaðinum og útiloka ekki að hún verði til þess að fleiri alþjóðlegar keðjur feti í fótspor McDonald's. „Frægð McDonald's og sú staðreynd að fyrirtækið er stærsti kaupandi nautakjöts í heiminum undirstrikar hversu mikil tíðindi þetta eru,“ hefur Reuters til að mynda eftir talsmanni samtaka sem berjast fyrir aukinni dýravelferð.Nautgripir flóknari en kjúklingar Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McDonald's tekur ákvörðun sem þessa, því nokkur ár eru síðan að keðjan setti fram viðmið um notkun sýklalyfja í því kjúklingakjöti sem fyrirtækið reiðir sig á. Fjöldi annarra veitingastaða ákvað að gera slíkt hið sama skömmu síðar, sem að einhverju leyti má rekja beint til áhrifa hamborgararisans. Viðmælendur Reuters meta það þó hins vegar sem svo að McDonald's muni reynast erfiðara að keyra ný og strangari viðmið sín um sýklalyf í nautakjöti í gegn. Það skýrist að einhverju leyti af því að nautgripir lifa lengur en kjúklingar og eiga því á meiri hættu á að veikjast einhvern tímann á lífsleiðinni. Þar að auki séu ekki enn komnar fram viðunandi staðkvæmdarlausnir sem bændur geti reitt sig á í staðinn fyrir sýklalyf, veikist nautgripir þeirra. Þó örlar á því að bændur í Bandaríkjunum séu farnir að draga úr sýklalyfjanotkun. Bandaríska lyfjaeftirlitið greindi frá því í fyrra að sala og dreifing á sýklalyfjum sem notuð eru við matvælaframleiðslu vestanhafs hafi minnkað um 14 prósent á milli áranna 2015 og 2016. Kjúklingaiðnaðurinn er sagður nota um 6 prósent þessara sýklalyfja og nautgripaframleiðsla um 43 prósent. Landbúnaður Tengdar fréttir Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hamborgarastórveldið McDonald's tilkynnti í gær að það ætli sér að leggja ríkar kvaðir á birgja sína um að þeir dragi úr notkun sýklalyfja við framleiðslu nautakjötsins sem þeir selja hamborgarakeðjunni. Á næstu tveimur árum segist fyrirtækið ætla að meta hversu duglega megi draga úr notkuninni og að í upphafi árs 2021 muni hið nýja sýklalyfjaviðmið taka gildi. Næstu misseri verði þannig nýtt til rannsókna og samningaviðræðna við stærstu birgja fyrirtækisins á tíu stærstu markaðssvæðum þess, þar með talið í Bandaríkjunum. McDonald's kaupir um 85% kjötsins sem það notar í hamborgara sína á umræddum markaðssvæðum. Greinendur telja að þessi yfirlýsing risans setji fordæmi í skyndibitaiðnaðinum og útiloka ekki að hún verði til þess að fleiri alþjóðlegar keðjur feti í fótspor McDonald's. „Frægð McDonald's og sú staðreynd að fyrirtækið er stærsti kaupandi nautakjöts í heiminum undirstrikar hversu mikil tíðindi þetta eru,“ hefur Reuters til að mynda eftir talsmanni samtaka sem berjast fyrir aukinni dýravelferð.Nautgripir flóknari en kjúklingar Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McDonald's tekur ákvörðun sem þessa, því nokkur ár eru síðan að keðjan setti fram viðmið um notkun sýklalyfja í því kjúklingakjöti sem fyrirtækið reiðir sig á. Fjöldi annarra veitingastaða ákvað að gera slíkt hið sama skömmu síðar, sem að einhverju leyti má rekja beint til áhrifa hamborgararisans. Viðmælendur Reuters meta það þó hins vegar sem svo að McDonald's muni reynast erfiðara að keyra ný og strangari viðmið sín um sýklalyf í nautakjöti í gegn. Það skýrist að einhverju leyti af því að nautgripir lifa lengur en kjúklingar og eiga því á meiri hættu á að veikjast einhvern tímann á lífsleiðinni. Þar að auki séu ekki enn komnar fram viðunandi staðkvæmdarlausnir sem bændur geti reitt sig á í staðinn fyrir sýklalyf, veikist nautgripir þeirra. Þó örlar á því að bændur í Bandaríkjunum séu farnir að draga úr sýklalyfjanotkun. Bandaríska lyfjaeftirlitið greindi frá því í fyrra að sala og dreifing á sýklalyfjum sem notuð eru við matvælaframleiðslu vestanhafs hafi minnkað um 14 prósent á milli áranna 2015 og 2016. Kjúklingaiðnaðurinn er sagður nota um 6 prósent þessara sýklalyfja og nautgripaframleiðsla um 43 prósent.
Landbúnaður Tengdar fréttir Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent