May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 08:58 May reynir nú að bæta samninginn við ESB í von um að það fleyti honum í gegnum þingið. Vísir/EPA Fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands verður efst á baugi þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar með leiðtogum Evrópusambandsins í dag. May, sem stóð af sér vantrauststillögu í eigin flokki í gærkvöldi, er sögð vilja fyrirheit um að málamiðlun um landamærin verði aðeins tímabundin. Staðan í breskum stjórnmálum hefur verið sérlega eldfim undanfarna daga. May frestaði atkvæðagreiðslu í þinginu um útgöngusamning hennar við Evrópusambandið sem fara átti fram á þriðjudag. Útlit var fyrir að þingið kolfelldi samninginn. Ætlaði hún að reyna að herja betri samning út úr evrópskum leiðtogum. Í kjölfarið lýsti hluti þingflokks Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May. Hún stóð það af sér í atkvæðagreiðslu þingmanna í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að forysta Evrópusambandið sé ekki tilbúin að semja upp á nýtt við Breta. Hún sé hins vegar opin fyrir því að veita May frekari tryggingar fyrir því að málamiðlun um írsku landamærin verði tímabundin. Málið snýst um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Bretar, þar á meðal Norður-Írar, ætla að ganga úr Evrópusambandinu, innri markaði þess og tollasamstarfi. Írar vilja forðast i lengstu lög að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands. Jafnvel hefur verið óttast að slíkt gæti ýft aftur upp ófrið á Norður-Írlandi. Lausnin í Brexit-samningi May við ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollasamstarfinu og innri markaðinum þar til varanleg lausn finnst um landamærin. May vill fá evrópsku leiðtogana til að veita sér lagalegar skuldbindingar um að sú ráðstöfun verði tímabundin í þeirri von að það vinni samningnum meiri stuðning á þingi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands verður efst á baugi þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar með leiðtogum Evrópusambandsins í dag. May, sem stóð af sér vantrauststillögu í eigin flokki í gærkvöldi, er sögð vilja fyrirheit um að málamiðlun um landamærin verði aðeins tímabundin. Staðan í breskum stjórnmálum hefur verið sérlega eldfim undanfarna daga. May frestaði atkvæðagreiðslu í þinginu um útgöngusamning hennar við Evrópusambandið sem fara átti fram á þriðjudag. Útlit var fyrir að þingið kolfelldi samninginn. Ætlaði hún að reyna að herja betri samning út úr evrópskum leiðtogum. Í kjölfarið lýsti hluti þingflokks Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May. Hún stóð það af sér í atkvæðagreiðslu þingmanna í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að forysta Evrópusambandið sé ekki tilbúin að semja upp á nýtt við Breta. Hún sé hins vegar opin fyrir því að veita May frekari tryggingar fyrir því að málamiðlun um írsku landamærin verði tímabundin. Málið snýst um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Bretar, þar á meðal Norður-Írar, ætla að ganga úr Evrópusambandinu, innri markaði þess og tollasamstarfi. Írar vilja forðast i lengstu lög að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands. Jafnvel hefur verið óttast að slíkt gæti ýft aftur upp ófrið á Norður-Írlandi. Lausnin í Brexit-samningi May við ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollasamstarfinu og innri markaðinum þar til varanleg lausn finnst um landamærin. May vill fá evrópsku leiðtogana til að veita sér lagalegar skuldbindingar um að sú ráðstöfun verði tímabundin í þeirri von að það vinni samningnum meiri stuðning á þingi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02