Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví Heimsljós kynnir 14. desember 2018 10:30 Þátttakendur á námskeiðinu ásamt leiðbeinendum. Rauði krossinn. Tveir íslenskir sálfræðingar, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu „Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“ í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Verkefnið er unnið í samvinnu við systurfélög Rauða krossins í Danmörku, Finnlandi og Ítalíu með góðum stuðingi frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Í frétt á vef Rauða krossins á Íslandi segir að tilgangur ferðarinnar hafi verið að halda leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Námskeiðið sé liður í að styrkja innviði malavíska landsfélagsins og gera sálrænan stuðning hluta af sem flestum verkefnum þess vítt og breitt um landið. Þörfin sé mikil enda búi milljónir íbúa landsins við mikla fátækt. Fram kemur í fréttinni að í lok námskeiðsins hafi þátttakendum verið skipt niður í litla hópa þar sem hver hópur fékk það verkefni að útbúa tæplega hálftíma ör-námskeið í sálrænum stuðningi. „Þessar kynningar heppnuðust vel og sýndu þátttakendur góða færni í að koma þessum fróðleik á framfæri. Þá var stóra hópnum skipt upp í tvennt og hvor hópur um sig útbjó áætlun um væntanlegt námskeiðahald þátttakenda í framhaldinu,“ segir í fréttinni en þáttakendum er nú ætlað að halda styttri og lengri námskeið um sálrænan stuðning fyrir starfsfólk, sjálfboðaliða og almenning í Malaví. Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og var sótt af 19 starfsmönnum frá þremur svæðum í Malaví auk starfsfólks á landsskrifstofu Rauða krossins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Tveir íslenskir sálfræðingar, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu „Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“ í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Verkefnið er unnið í samvinnu við systurfélög Rauða krossins í Danmörku, Finnlandi og Ítalíu með góðum stuðingi frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Í frétt á vef Rauða krossins á Íslandi segir að tilgangur ferðarinnar hafi verið að halda leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Námskeiðið sé liður í að styrkja innviði malavíska landsfélagsins og gera sálrænan stuðning hluta af sem flestum verkefnum þess vítt og breitt um landið. Þörfin sé mikil enda búi milljónir íbúa landsins við mikla fátækt. Fram kemur í fréttinni að í lok námskeiðsins hafi þátttakendum verið skipt niður í litla hópa þar sem hver hópur fékk það verkefni að útbúa tæplega hálftíma ör-námskeið í sálrænum stuðningi. „Þessar kynningar heppnuðust vel og sýndu þátttakendur góða færni í að koma þessum fróðleik á framfæri. Þá var stóra hópnum skipt upp í tvennt og hvor hópur um sig útbjó áætlun um væntanlegt námskeiðahald þátttakenda í framhaldinu,“ segir í fréttinni en þáttakendum er nú ætlað að halda styttri og lengri námskeið um sálrænan stuðning fyrir starfsfólk, sjálfboðaliða og almenning í Malaví. Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og var sótt af 19 starfsmönnum frá þremur svæðum í Malaví auk starfsfólks á landsskrifstofu Rauða krossins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent