Svissneski vasahnífurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2018 09:30 Xherdan Shaqiri. Vísir/Getty Kaupin á Xherdan Shaqiri féllu í skuggann af öðrum sumarkaupum Liverpool. Naby Keïta, Fabinho og Alisson voru allir keyptir á háar fjárhæðir og miklar væntingar voru gerðar til þeirra. Liverpool greiddi hins vegar aðeins 13,5 milljónir punda fyrir Shaqiri sem kom frá Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. En Shaqiri hefur heldur betur reynst Liverpool dýrmætur, aldrei eins og í leiknum gegn Manchester United á Anfield í gær. Þetta var fyrsti sigur Liverpool á United í ensku úrvalsdeildinni síðan 2014 þegar David Moyes var við stjórnvölinn hjá Manchester-liðinu og Brendan Rodgers stýrði Rauða hernum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Jürgen Klopp stýrir Liverpool til sigurs á United í deildarleik. Liverpool var miklu sterkari aðilinn í leiknum í gær og sóknirnar buldu á marki United. Sadio Mané kom Liverpool yfir á 24. mínútu þegar hann afgreiddi frábæra sendingu Fabinho í netið. Níu mínútum jafnaði Jesse Lingard metin, þvert gegn gangi leiksins, eftir mistök Alisson í marki Liverpool. Staðan var 1-1 í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að þjarma að gestunum í seinni hálfleik en náðu ekki að koma boltanum fram hjá David De Gea. Á 70. mínútu gerði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fyrstu breytinguna á byrjunarliði sínu, tók Keïta af velli og setti Shaqiri inn á.Xherdan Shaqiri skorar fyrra markið sitt.Vísir/GettyAðeins 144 sekúndum síðar fékk Svisslendingurinn boltann hægra megin í vítateig United og lét vaða. Boltinn fór í Ashley Young, slána og inn. Á 80. mínútu gulltryggði Shaqiri sigur Liverpool með sínu öðru marki. Aftur fór boltinn í varnarmann United (Eric Bailly) á leiðinni í markið. Mögnuð innkoma hjá Svisslendingnum smávaxna sem hefur skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar á tímabilinu. Shaqiri hefur aðeins sjö sinnum verið í byrjunarliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og einungis leikið 627 mínútur. En hann hefur nýtt spiltímann sinn með eindæmum vel. Hann er tólfti leikmaðurinn í liði Liverpool, ef svo má segja. Sannkallaður svissneskur vasahnífur sem getur leyst ýmsar stöður. Alltaf tilbúinn og getur breytt gangi leikja með hæfileikum sínum. Þeir hafa aldrei verið dregnir í efa en ferill Shaqiri hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Eftir að hafa slegið í gegn með Basel var hann keyptur til Bayern München þar sem hann fékk fá tækifæri, enda í samkeppni við leikmenn á borð við Arjen Robben og Franck Ribéry. Shaqiri var lánaður til Inter áður en hann var seldur til Stoke. Hann gerði lítið fyrstu tvö tímabilin hjá Stoke en á síðasta tímabili skoraði hann átta mörk og gaf sjö stoðsendingar. Það dugði þó skammt því Stoke féll úr ensku úrvalsdeildinni. Núna er Shaqiri kominn í topplið sem stefnir hátt. Liverpool er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið 45 stig af 51 mögulegu og er með 14 stigum meira en á sama tíma í fyrra. Varnarleikurinn er miklum mun betri en Liverpool hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í 17 deildarleikjum og haldið tíu sinnum hreinu. Þessu er öfugt farið hjá United sem hefur fengið á sig 29 mörk, einu meira en allt síðasta tímabil. David De Gea hélt hreinu oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili (19 sinnum) en hann hefur aðeins haldið marki sínu tvisvar sinnum hreinu á þessu tímabili. United er aðeins með 26 stig í 6. sæti deildarinnar og hefur ekki farið jafn illa af stað frá tímabilinu 1990-91. United er 19 stigum á eftir Liverpool en munurinn á þessum liðum hefur aldrei verið jafn mikill eftir 17 umferðir í efstu deild. Í dag er himinn og haf á milli þessara liða. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Kaupin á Xherdan Shaqiri féllu í skuggann af öðrum sumarkaupum Liverpool. Naby Keïta, Fabinho og Alisson voru allir keyptir á háar fjárhæðir og miklar væntingar voru gerðar til þeirra. Liverpool greiddi hins vegar aðeins 13,5 milljónir punda fyrir Shaqiri sem kom frá Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. En Shaqiri hefur heldur betur reynst Liverpool dýrmætur, aldrei eins og í leiknum gegn Manchester United á Anfield í gær. Þetta var fyrsti sigur Liverpool á United í ensku úrvalsdeildinni síðan 2014 þegar David Moyes var við stjórnvölinn hjá Manchester-liðinu og Brendan Rodgers stýrði Rauða hernum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Jürgen Klopp stýrir Liverpool til sigurs á United í deildarleik. Liverpool var miklu sterkari aðilinn í leiknum í gær og sóknirnar buldu á marki United. Sadio Mané kom Liverpool yfir á 24. mínútu þegar hann afgreiddi frábæra sendingu Fabinho í netið. Níu mínútum jafnaði Jesse Lingard metin, þvert gegn gangi leiksins, eftir mistök Alisson í marki Liverpool. Staðan var 1-1 í hálfleik. Heimamenn héldu áfram að þjarma að gestunum í seinni hálfleik en náðu ekki að koma boltanum fram hjá David De Gea. Á 70. mínútu gerði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fyrstu breytinguna á byrjunarliði sínu, tók Keïta af velli og setti Shaqiri inn á.Xherdan Shaqiri skorar fyrra markið sitt.Vísir/GettyAðeins 144 sekúndum síðar fékk Svisslendingurinn boltann hægra megin í vítateig United og lét vaða. Boltinn fór í Ashley Young, slána og inn. Á 80. mínútu gulltryggði Shaqiri sigur Liverpool með sínu öðru marki. Aftur fór boltinn í varnarmann United (Eric Bailly) á leiðinni í markið. Mögnuð innkoma hjá Svisslendingnum smávaxna sem hefur skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar á tímabilinu. Shaqiri hefur aðeins sjö sinnum verið í byrjunarliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og einungis leikið 627 mínútur. En hann hefur nýtt spiltímann sinn með eindæmum vel. Hann er tólfti leikmaðurinn í liði Liverpool, ef svo má segja. Sannkallaður svissneskur vasahnífur sem getur leyst ýmsar stöður. Alltaf tilbúinn og getur breytt gangi leikja með hæfileikum sínum. Þeir hafa aldrei verið dregnir í efa en ferill Shaqiri hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Eftir að hafa slegið í gegn með Basel var hann keyptur til Bayern München þar sem hann fékk fá tækifæri, enda í samkeppni við leikmenn á borð við Arjen Robben og Franck Ribéry. Shaqiri var lánaður til Inter áður en hann var seldur til Stoke. Hann gerði lítið fyrstu tvö tímabilin hjá Stoke en á síðasta tímabili skoraði hann átta mörk og gaf sjö stoðsendingar. Það dugði þó skammt því Stoke féll úr ensku úrvalsdeildinni. Núna er Shaqiri kominn í topplið sem stefnir hátt. Liverpool er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið 45 stig af 51 mögulegu og er með 14 stigum meira en á sama tíma í fyrra. Varnarleikurinn er miklum mun betri en Liverpool hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í 17 deildarleikjum og haldið tíu sinnum hreinu. Þessu er öfugt farið hjá United sem hefur fengið á sig 29 mörk, einu meira en allt síðasta tímabil. David De Gea hélt hreinu oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili (19 sinnum) en hann hefur aðeins haldið marki sínu tvisvar sinnum hreinu á þessu tímabili. United er aðeins með 26 stig í 6. sæti deildarinnar og hefur ekki farið jafn illa af stað frá tímabilinu 1990-91. United er 19 stigum á eftir Liverpool en munurinn á þessum liðum hefur aldrei verið jafn mikill eftir 17 umferðir í efstu deild. Í dag er himinn og haf á milli þessara liða.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira