Seinni bylgjan: Arnar Pétursson um ÍBV slúðrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 09:30 Arnar Pétursson og Logi Geirsson grínast í Seinni bylgjunni. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmeistarar Eyjamanna hafa unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og hafa heldur betur rifið sig í gang eftir brösuga. Arnar Pétursson var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær. Á hann þátt í þessari breytingu á ÍBV-liðinu? „Allt hefur þetta rokið upp hjá ÍBV-liðinu eftir að Arnar Pétursson byrjaði að þjálfa liðið á bak við tjöldin,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í léttum tón og beindi orðum sínum til Arnars. „Nei,“ svaraði Arnar Pétursson hálfvandræðalegur en Logi Geirsson vildi fá alla söguna. „Segðu okkur hvað gekk á þarna. Nú vil ég fá að vita þetta.,“ sagði Logi. „Varstu búinn að undirbúa þetta,“ spurði Arnar til baka. „Ég var ekki búinn að undirbúa neitt,“ sagði Logi og Tómas Þór bætti við: „Það er best að afgreiða þetta mál núna. Hvernig er þetta búið að vera?“ „Það er ekkert til í því að ég sé að skipta mér að þessu. Ég hef ekki verið að skipta mér að þjálfun liðsins í vetur enda erum við tvo frábæra þjálfara. Þetta fór vissulega erfiðlega af stað og við vorum kannski ekki að spila næginlega vel. Við þá er ég að tala um ÍBV,“ sagði Arnar og Logi leyfði sér aðeins að skjóta á hann. „Af hverju komstu ekki bara í ÍBV-treyjunni í settið,“ sagði Logi hlæjandi. „Hvað hélstu að þú værir að fá hingað,“ svaraði Arnar að bragði. „Auðvitað kíki ég reglulega inn í íþróttsalinn enda búinn að þjálfa þessa stráka í níu ár. Það væri frekar fréttnæmt ef ég kæmi ekki inn í salinn,“ sagði Arnar. „Ég læt sjá mig þarna reglulega en ég hef ekki komið nálægt einu eða neinu eða skipt mér eitthvað af þjálfuninni. Við erum með eitt af bestu liðunum sem er að vakna og er að koma til. ÍBV er liðið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna í dag og fara þannig inn í jólafrí. Ég hef ekki neinar áhyggjur af því sem bíður okkar á nýju ári,“ sagði Arnar en það má sjá allt innslagið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Arnar Pétursson um ÍBV slúðrið Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Íslandsmeistarar Eyjamanna hafa unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og hafa heldur betur rifið sig í gang eftir brösuga. Arnar Pétursson var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær. Á hann þátt í þessari breytingu á ÍBV-liðinu? „Allt hefur þetta rokið upp hjá ÍBV-liðinu eftir að Arnar Pétursson byrjaði að þjálfa liðið á bak við tjöldin,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í léttum tón og beindi orðum sínum til Arnars. „Nei,“ svaraði Arnar Pétursson hálfvandræðalegur en Logi Geirsson vildi fá alla söguna. „Segðu okkur hvað gekk á þarna. Nú vil ég fá að vita þetta.,“ sagði Logi. „Varstu búinn að undirbúa þetta,“ spurði Arnar til baka. „Ég var ekki búinn að undirbúa neitt,“ sagði Logi og Tómas Þór bætti við: „Það er best að afgreiða þetta mál núna. Hvernig er þetta búið að vera?“ „Það er ekkert til í því að ég sé að skipta mér að þessu. Ég hef ekki verið að skipta mér að þjálfun liðsins í vetur enda erum við tvo frábæra þjálfara. Þetta fór vissulega erfiðlega af stað og við vorum kannski ekki að spila næginlega vel. Við þá er ég að tala um ÍBV,“ sagði Arnar og Logi leyfði sér aðeins að skjóta á hann. „Af hverju komstu ekki bara í ÍBV-treyjunni í settið,“ sagði Logi hlæjandi. „Hvað hélstu að þú værir að fá hingað,“ svaraði Arnar að bragði. „Auðvitað kíki ég reglulega inn í íþróttsalinn enda búinn að þjálfa þessa stráka í níu ár. Það væri frekar fréttnæmt ef ég kæmi ekki inn í salinn,“ sagði Arnar. „Ég læt sjá mig þarna reglulega en ég hef ekki komið nálægt einu eða neinu eða skipt mér eitthvað af þjálfuninni. Við erum með eitt af bestu liðunum sem er að vakna og er að koma til. ÍBV er liðið sem er með lengstu lifandi sigurgönguna í dag og fara þannig inn í jólafrí. Ég hef ekki neinar áhyggjur af því sem bíður okkar á nýju ári,“ sagði Arnar en það má sjá allt innslagið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Arnar Pétursson um ÍBV slúðrið
Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira