„Kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla g'day mate“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2018 11:23 Andrew Broad hefur sagt af sér í kjölfar málsins. EPA/AAP Fjöldi Ástrala hefur nú afneitað ástsælasta orðatiltæki þjóðarinnar, g‘day mate, í kjölfar kynlífshneykslis stjórnarþingmanns. Málið varðar hátt settan þingmann, ávaxtaráðstefnu í Hong Kong og stefnumótasíðu fyrir svokölluð sykurbörn, ungt fólk sem sækist eftir sambandi með eldri, vel efnaðri, manneskju. Andrew Broad hefur sagt af sér og segir pólitískan feril sinn á enda eftir að málið komst upp. Greint var frá því að hann hefði sent „g‘day mate“ í kynferðislegu samhengi til ungrar konu sem segist hafa kynnst honum á stefnumótasíðu. Broad hefur ekki viljað svara fyrir ásakanirnar en sendi frá sér yfirlýsingu. Málið þykir koma illa við ríkisstjórnina, sem þykir eiga við kvennavandamál að stríða, það er að segja að konur kjósi síður frjálslynda flokkinn. Konan sem kölluð er Amy segir að þingmaðurinn hafi sent henni skilaboð á Whatsapp. Hann hafi spurt hana hvort hún fílaði ástralska hreiminn. Hún hafi svarað því að henni fyndist þeir afar kynæsandi. Næstu skilaboð frá Broad hafi þá verið: „Ég toga þig að mér, renni sterkum höndum mínum niður bakið á þér, kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla G‘day mate.“ „Ég er sveitagaur, þannig að ég kann að fljúga flugvél, ríða hesti og ríða konunni minni. Áform mín eru fullkomlega svívirðileg,“ á þingmaðurinn einnig að hafa sagt.Fifty Shades of g'day Áströlum finnst skilaboðin ýmist fyndin eða bagaleg. Hefur hneykslið verið kallað Fifty shades of g‘day, sem er vísun í bókina fimmtíu gráa skugga, en aðrir segja að g‘day hafi verið aflýst. Konan hefur aðeins komið fram undir nafninu Amy í fjölmiðlum í Ástralíu og segir hún að Broad hafi kallað sig James Bond á stefnumóti þeirra og að hann hafi kvartað undan háu verðlagi á veitingastaðnum þar sem þau hittust. Málið hefur sem fyrr segir varpað ljósi á vandamál frjálslynda flokksins þegar kemur að því að næla í atkvæði kvenna og því er spáð að kvenframbjóðendur hljóti góða kosningu í næstu kosningum sem fara fram í maí. Ástralía Eyjaálfa Hong Kong Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Fjöldi Ástrala hefur nú afneitað ástsælasta orðatiltæki þjóðarinnar, g‘day mate, í kjölfar kynlífshneykslis stjórnarþingmanns. Málið varðar hátt settan þingmann, ávaxtaráðstefnu í Hong Kong og stefnumótasíðu fyrir svokölluð sykurbörn, ungt fólk sem sækist eftir sambandi með eldri, vel efnaðri, manneskju. Andrew Broad hefur sagt af sér og segir pólitískan feril sinn á enda eftir að málið komst upp. Greint var frá því að hann hefði sent „g‘day mate“ í kynferðislegu samhengi til ungrar konu sem segist hafa kynnst honum á stefnumótasíðu. Broad hefur ekki viljað svara fyrir ásakanirnar en sendi frá sér yfirlýsingu. Málið þykir koma illa við ríkisstjórnina, sem þykir eiga við kvennavandamál að stríða, það er að segja að konur kjósi síður frjálslynda flokkinn. Konan sem kölluð er Amy segir að þingmaðurinn hafi sent henni skilaboð á Whatsapp. Hann hafi spurt hana hvort hún fílaði ástralska hreiminn. Hún hafi svarað því að henni fyndist þeir afar kynæsandi. Næstu skilaboð frá Broad hafi þá verið: „Ég toga þig að mér, renni sterkum höndum mínum niður bakið á þér, kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla G‘day mate.“ „Ég er sveitagaur, þannig að ég kann að fljúga flugvél, ríða hesti og ríða konunni minni. Áform mín eru fullkomlega svívirðileg,“ á þingmaðurinn einnig að hafa sagt.Fifty Shades of g'day Áströlum finnst skilaboðin ýmist fyndin eða bagaleg. Hefur hneykslið verið kallað Fifty shades of g‘day, sem er vísun í bókina fimmtíu gráa skugga, en aðrir segja að g‘day hafi verið aflýst. Konan hefur aðeins komið fram undir nafninu Amy í fjölmiðlum í Ástralíu og segir hún að Broad hafi kallað sig James Bond á stefnumóti þeirra og að hann hafi kvartað undan háu verðlagi á veitingastaðnum þar sem þau hittust. Málið hefur sem fyrr segir varpað ljósi á vandamál frjálslynda flokksins þegar kemur að því að næla í atkvæði kvenna og því er spáð að kvenframbjóðendur hljóti góða kosningu í næstu kosningum sem fara fram í maí.
Ástralía Eyjaálfa Hong Kong Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“