Patrekur: Ekki viss um að ég hefði spáð í þessu ef þetta hefði verið annað lið Anton Ingi Leifsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Patrekur ræðir viðskilnaðinn og margt fleira í þessu ítarlega viðtali. vísir/skjáskot Í gær var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við danska liðinu Skjern næsta sumar en Patrekur er nú við stjórnvölinn á Selfossi. Patrekur hættir með Selfoss næsta sumar en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Skjern sem varð danskur meistari á síðustu leiktíð. En hvernig kom þetta til? „Maður heyrir oft einhverjar fyrirspurnir. Göppingen heyrði í mér í fyrra og þannig er gangurinn í þessu. Ég heyrði í Skjern fyrir um mánuði síðan,“ sagði Patrekur í ítarlegu viðtali við Vísi. „Ég prófaði þetta í eitt ár árið 2010 í Þýskalandi. Þá ákváðum við að koma heim og svo kom þetta með Austurríki. Ég er atvinnumaður og þetta er mín aðalvinna; ég er ekki að gera eitthvað á daginn og þjálfa á kvöldin.“ „Ég er all-in í þessu og þá skoðar maður allt. Ég er ekki viss um að ég hafi spáð í þessu ef þetta hefði verið eitthvað annað lið en þegar þetta lið kom upp ákvað ég að kíkja. Eftir heimsóknina var ég klár á því að þetta er stórt lið. Ég myndi vonandi passa inn í það.“ Patrekur segir að kúlturinn í félaginu hafi heillað sig og að hann hafi talað við Aron Kristjánsson sem lék þarna á sínum tíma. Aðstaðan hafi verið til fyrirmyndar og félagið hugsi vel um leikmennina sína.Patrekur hefur gert flotta hluti á Selfossi síðustu tvö tímabil.vísir/báraPatrekur líkir félaginu einnig við Selfoss þar sem allt bæjarfélagið er á bakinu á liðinu en hvernig verður viðskilnaðurinn við Selfoss eftir þessi tvö ár? „Já, það er alltaf erfitt að kveðja og sérstaklega þetta unga lið. Það eru strákar í liðinu sem eru á svipuðum aldri og strákarnir mínir svo ég er búinn að tengjast þeim vel og held að við höfum átt gott samstarf.“ „Við erum ekki búnir en það er alltaf erfitt að kveðja. Svona er gangurinn í þessu. Við misstum leikmenn í fyrra og nú er ég að fara. Selfoss heldur áfram og vonandi er kominn ákveðinn strúktur í þetta.“ „Það er alltaf erfitt að kveðja en það kemur maður í manns stað. Ég tala nú ekki um krakkana í akademíunni sem ég hafði mjög gaman að þjálfa en eins og ég segi. Ég er ekki búinn. Þetta er ekki fyrr en í sumar.“ Patrekur hefur verið þjálfari landsliðs Austurríkis frá því árið 2011 og hann segir að það verði engar breytingar á því. Hann hafi rætt við báða aðila og allir séu sáttir. „Nei. Ég ræddi við Austurríki og Skjern. Ég sagði við Skjern að ég ætlaði að halda mínu áfram í Austurríki þar sem ég gerði fimm ára samning 2015. Þá var planið að búa til nýtt lið og menn gerðu ekki ráð fyrir að fara á stórmót.“ „Við erum hins vegar búnir að ná því, bæði 2018 og 2019 og ég vil halda því áfram. Skjern hefur ekkert á móti því og auðvitað ræddi ég við alla aðila. Ég er núna á fullu að undirbúa HM í Þýskalandi og Danmörku.“ Hann segist auðvitað vilja kveðja Selfyssinga með titli en segir hins vegar að hann geti engu lofað. „Já, maður getur ekki lofað neinu en þegar ég var hjá Haukum þá tilkynnti ég tímanlega að ég myndi ekki vera áfram því ég var að fara í masternám. Mér gekk vel með Haukana í úrslitakeppninni þá.“ „Við unnum 8-0 og það hefur aldrei gerst áður en það verður erfitt að ná því. Við erum enn í bikarnum, erum enn að berjast um deildarmeistaratitilinn, tveimur stigum frá efsta liðinu. Það yrði draumur að vinna eitthvað,“ sagði Patrekur. Viðtalið við Patrek í heild sinni: Olís-deild karla Tengdar fréttir Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45 Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. 19. desember 2018 07:51 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Í gær var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við danska liðinu Skjern næsta sumar en Patrekur er nú við stjórnvölinn á Selfossi. Patrekur hættir með Selfoss næsta sumar en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Skjern sem varð danskur meistari á síðustu leiktíð. En hvernig kom þetta til? „Maður heyrir oft einhverjar fyrirspurnir. Göppingen heyrði í mér í fyrra og þannig er gangurinn í þessu. Ég heyrði í Skjern fyrir um mánuði síðan,“ sagði Patrekur í ítarlegu viðtali við Vísi. „Ég prófaði þetta í eitt ár árið 2010 í Þýskalandi. Þá ákváðum við að koma heim og svo kom þetta með Austurríki. Ég er atvinnumaður og þetta er mín aðalvinna; ég er ekki að gera eitthvað á daginn og þjálfa á kvöldin.“ „Ég er all-in í þessu og þá skoðar maður allt. Ég er ekki viss um að ég hafi spáð í þessu ef þetta hefði verið eitthvað annað lið en þegar þetta lið kom upp ákvað ég að kíkja. Eftir heimsóknina var ég klár á því að þetta er stórt lið. Ég myndi vonandi passa inn í það.“ Patrekur segir að kúlturinn í félaginu hafi heillað sig og að hann hafi talað við Aron Kristjánsson sem lék þarna á sínum tíma. Aðstaðan hafi verið til fyrirmyndar og félagið hugsi vel um leikmennina sína.Patrekur hefur gert flotta hluti á Selfossi síðustu tvö tímabil.vísir/báraPatrekur líkir félaginu einnig við Selfoss þar sem allt bæjarfélagið er á bakinu á liðinu en hvernig verður viðskilnaðurinn við Selfoss eftir þessi tvö ár? „Já, það er alltaf erfitt að kveðja og sérstaklega þetta unga lið. Það eru strákar í liðinu sem eru á svipuðum aldri og strákarnir mínir svo ég er búinn að tengjast þeim vel og held að við höfum átt gott samstarf.“ „Við erum ekki búnir en það er alltaf erfitt að kveðja. Svona er gangurinn í þessu. Við misstum leikmenn í fyrra og nú er ég að fara. Selfoss heldur áfram og vonandi er kominn ákveðinn strúktur í þetta.“ „Það er alltaf erfitt að kveðja en það kemur maður í manns stað. Ég tala nú ekki um krakkana í akademíunni sem ég hafði mjög gaman að þjálfa en eins og ég segi. Ég er ekki búinn. Þetta er ekki fyrr en í sumar.“ Patrekur hefur verið þjálfari landsliðs Austurríkis frá því árið 2011 og hann segir að það verði engar breytingar á því. Hann hafi rætt við báða aðila og allir séu sáttir. „Nei. Ég ræddi við Austurríki og Skjern. Ég sagði við Skjern að ég ætlaði að halda mínu áfram í Austurríki þar sem ég gerði fimm ára samning 2015. Þá var planið að búa til nýtt lið og menn gerðu ekki ráð fyrir að fara á stórmót.“ „Við erum hins vegar búnir að ná því, bæði 2018 og 2019 og ég vil halda því áfram. Skjern hefur ekkert á móti því og auðvitað ræddi ég við alla aðila. Ég er núna á fullu að undirbúa HM í Þýskalandi og Danmörku.“ Hann segist auðvitað vilja kveðja Selfyssinga með titli en segir hins vegar að hann geti engu lofað. „Já, maður getur ekki lofað neinu en þegar ég var hjá Haukum þá tilkynnti ég tímanlega að ég myndi ekki vera áfram því ég var að fara í masternám. Mér gekk vel með Haukana í úrslitakeppninni þá.“ „Við unnum 8-0 og það hefur aldrei gerst áður en það verður erfitt að ná því. Við erum enn í bikarnum, erum enn að berjast um deildarmeistaratitilinn, tveimur stigum frá efsta liðinu. Það yrði draumur að vinna eitthvað,“ sagði Patrekur. Viðtalið við Patrek í heild sinni:
Olís-deild karla Tengdar fréttir Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45 Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. 19. desember 2018 07:51 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45
Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. 19. desember 2018 07:51