Umfangsmestu óeirðir í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2018 22:30 Veggjakrot þar sem Macron er líkt við Loðvík sextánda. Sá var konungur Frakklands og missti höfuðið í fallexi árið 1793. AP/Kamil Zihnioglu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. Óeirðirnar í gær voru þær mestu sem sést hafa í Frakklandi í áratug en þau áttu sér stað víða um landið. Minnst 133 eru slasaðir og þar af 23 lögregluþjónar og voru miklar skemmdir unnar í París. Í óeirðunum var kveikt í bílum, rúður brotnar og var farið um verslanir með ránshendi. Lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að fólki. Lögreglan segir eld hafa verið borin að sex byggingum, mótmælendur hafi reist 130 vegatálma og kveikt hafi verið í 112 bílum. Minnst 412 voru handteknir.AP fréttaveitan hefur eftir Michel Delpuech, lögreglustjóra Parísar, að lögregluþjónar hafi lýst áður óséðri ofbeldishegðun. Íbúar hefðu beitt hömrum, garðyrkjutólum og grjóti gegn lögregluþjónum og öðrum.Í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands í dag segir að til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi. Yfirvöld Frakklands hafa kennt anarkistum og fjar-hægri hópum um ofbeldið.Mótmælin hafa staðið yfir af og á í um tvær vikur og hafa þrír dáið í atvikum sem tengjast þeim. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, ætlar að funda með forsvarsmönnum mótmælanna, sem kennd eru við gulu vestin sem margir mótmælenda klæðast, en það gæti reynst erfitt þar sem um nokkurs konar grasrótarhreyfingu er að ræða sem er án formlegra leiðtoga, samkvæmt France24.Macron hefur neitað að láta undan og draga úr sköttum á eldsneyti og segir þá nauðsynlega til að draga úr útblæstri í Frakklandi. Þá hefur hann sömuleiðis staðið vörð um skattalækkanir sínar á fyrirtæki og efnað fólk og segir lækkanirnar hafa verið nauðsynlegar til að draga úr miklu atvinnuleysi. Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. Óeirðirnar í gær voru þær mestu sem sést hafa í Frakklandi í áratug en þau áttu sér stað víða um landið. Minnst 133 eru slasaðir og þar af 23 lögregluþjónar og voru miklar skemmdir unnar í París. Í óeirðunum var kveikt í bílum, rúður brotnar og var farið um verslanir með ránshendi. Lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að fólki. Lögreglan segir eld hafa verið borin að sex byggingum, mótmælendur hafi reist 130 vegatálma og kveikt hafi verið í 112 bílum. Minnst 412 voru handteknir.AP fréttaveitan hefur eftir Michel Delpuech, lögreglustjóra Parísar, að lögregluþjónar hafi lýst áður óséðri ofbeldishegðun. Íbúar hefðu beitt hömrum, garðyrkjutólum og grjóti gegn lögregluþjónum og öðrum.Í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands í dag segir að til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi. Yfirvöld Frakklands hafa kennt anarkistum og fjar-hægri hópum um ofbeldið.Mótmælin hafa staðið yfir af og á í um tvær vikur og hafa þrír dáið í atvikum sem tengjast þeim. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, ætlar að funda með forsvarsmönnum mótmælanna, sem kennd eru við gulu vestin sem margir mótmælenda klæðast, en það gæti reynst erfitt þar sem um nokkurs konar grasrótarhreyfingu er að ræða sem er án formlegra leiðtoga, samkvæmt France24.Macron hefur neitað að láta undan og draga úr sköttum á eldsneyti og segir þá nauðsynlega til að draga úr útblæstri í Frakklandi. Þá hefur hann sömuleiðis staðið vörð um skattalækkanir sínar á fyrirtæki og efnað fólk og segir lækkanirnar hafa verið nauðsynlegar til að draga úr miklu atvinnuleysi.
Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent