Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Karl Lúðvíksson skrifar 4. desember 2018 09:59 Nú eru þeir sem náðu jólarjúpunum farnir að hugsa sér til hreyfings með að hengja rjúpurnar út til að þær fái gott bragð í bringurnar. Bragðið kemur úr fóarninu sem er oftar en ekki fullt af jurtum og berjum sem rjúpan er að gæða sér á. Þetta bragð er einmitt það sem getur breytt smá vodka í ljúffengan jólasnafs. Það sem þarf að gera er mjög einfalt. Þú tekur innan úr fóarninu og þeim mun ferskara sem innihaldið er því betra. Leggðu það á eldhúspappír í tómri Macintoshdós (loksins koma þær að gagni) og á ofn til að þurrka innihaldið aðeins. Þú þarft svo um það bil einn desilítra af þessari jurtablöndu út í 750 ml flösku af vodka en það sem þú mátt ekki gleyma er að taka af einn desilítra af vodka úr flöskunni áður en þú setur jurtingar út í. Það er líka mælt með að nota hlutlausan vodka og þarna getur nefnilega verið mikill munur á bragðinu á snafsinum. Betri vodki gefur betra bragð. Þú setur jurtablönduna út í og geymir svo flöskuna fram á næstu jólahátið. Sumir hafa líka geymt þær skemur og það þykir ekkert síðra. Það sem gerist við lengri geymslutíma er auðvitað meira bragð en líka fær snafsinn á sig meiri lit. Það er hægt að skilja jurtirnar eftir í flöskunni eða umhella og sigta hratið frá ef þér finnst rétt bragð vera komið. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Nú eru þeir sem náðu jólarjúpunum farnir að hugsa sér til hreyfings með að hengja rjúpurnar út til að þær fái gott bragð í bringurnar. Bragðið kemur úr fóarninu sem er oftar en ekki fullt af jurtum og berjum sem rjúpan er að gæða sér á. Þetta bragð er einmitt það sem getur breytt smá vodka í ljúffengan jólasnafs. Það sem þarf að gera er mjög einfalt. Þú tekur innan úr fóarninu og þeim mun ferskara sem innihaldið er því betra. Leggðu það á eldhúspappír í tómri Macintoshdós (loksins koma þær að gagni) og á ofn til að þurrka innihaldið aðeins. Þú þarft svo um það bil einn desilítra af þessari jurtablöndu út í 750 ml flösku af vodka en það sem þú mátt ekki gleyma er að taka af einn desilítra af vodka úr flöskunni áður en þú setur jurtingar út í. Það er líka mælt með að nota hlutlausan vodka og þarna getur nefnilega verið mikill munur á bragðinu á snafsinum. Betri vodki gefur betra bragð. Þú setur jurtablönduna út í og geymir svo flöskuna fram á næstu jólahátið. Sumir hafa líka geymt þær skemur og það þykir ekkert síðra. Það sem gerist við lengri geymslutíma er auðvitað meira bragð en líka fær snafsinn á sig meiri lit. Það er hægt að skilja jurtirnar eftir í flöskunni eða umhella og sigta hratið frá ef þér finnst rétt bragð vera komið.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði