Úganda: Íslendingar tryggja aðgengi 50 þúsund manns að hreinu drykkjarvatni Heimsljós kynnir 5. desember 2018 11:45 Íbúar í Buikwe héraði í Úganda þurfa ekki lengur að sækja óhreint neysluvatn í Viktoríuvatn. ÁKJ Allt að 50 þúsund manns verða komnir með aðgang að hreinu, ómenguðu neysluvatni þegar öðrum áfanga í vatnsverkefni Íslands í Buikwe héraði í Úganda lýkur á næsta ári. Framlag Íslands til vatnsverkefnisins hefur nú þegar skilað góðum árangri eins og úgandska blaðið Monitor greindi nýlega frá. Nýverið undirritaði Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, samning við Water Mission Uganda um áframhaldandi samstarf sem felur í sér uppsetningu á skömmtunarbúnaði við vatnspósta í fiskiþorpum í Buikwe-héraði og þjálfun íbúanna í notkun og rekstri þeirra. Í þessum áfanga verða boraðar tíu nýjar borholur, sólardrifin dæluhús ásamt forðatönkum byggðar við þær og dreifikerfi frá fjórum vatnsveitum úr fyrsta áfanga stækkaðar. Vatni verður síðan dreift í tuttugu fiskiþorp, þar sem íbúarnir fá greiðan aðganga að hreinu og hollu vatni. Þegar áfanganum lýkur munu alls 25 vatnsveitur hafa verið byggðar fyrir íslenskt þróunarfé sem dreifa vatni í rúmlega hundrað vatnspósta í tæplega fjörutíu fiskimannaþorpum við strendur Viktoríuvatns. Samhliða vatnsveitunum hafa verið byggðar um 150 salernisbyggingar til almenningsnota í sömu þorpum. Síðasti hluti vatnsverkefnisins í Buikwe héraði, sem þegar er hafinn, er að aðstoða heimamenn við að koma á skynsamlegu og sjálfbæru rekstrarkerfi fyrir vatnsveiturnar þannig að hægt verði að sinna eðlilegu viðhaldi á þeim. Þannig verður tryggt að vatnsveiturnar þjóni íbúum fiskimannaþorpanna um langa framtíð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Allt að 50 þúsund manns verða komnir með aðgang að hreinu, ómenguðu neysluvatni þegar öðrum áfanga í vatnsverkefni Íslands í Buikwe héraði í Úganda lýkur á næsta ári. Framlag Íslands til vatnsverkefnisins hefur nú þegar skilað góðum árangri eins og úgandska blaðið Monitor greindi nýlega frá. Nýverið undirritaði Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, samning við Water Mission Uganda um áframhaldandi samstarf sem felur í sér uppsetningu á skömmtunarbúnaði við vatnspósta í fiskiþorpum í Buikwe-héraði og þjálfun íbúanna í notkun og rekstri þeirra. Í þessum áfanga verða boraðar tíu nýjar borholur, sólardrifin dæluhús ásamt forðatönkum byggðar við þær og dreifikerfi frá fjórum vatnsveitum úr fyrsta áfanga stækkaðar. Vatni verður síðan dreift í tuttugu fiskiþorp, þar sem íbúarnir fá greiðan aðganga að hreinu og hollu vatni. Þegar áfanganum lýkur munu alls 25 vatnsveitur hafa verið byggðar fyrir íslenskt þróunarfé sem dreifa vatni í rúmlega hundrað vatnspósta í tæplega fjörutíu fiskimannaþorpum við strendur Viktoríuvatns. Samhliða vatnsveitunum hafa verið byggðar um 150 salernisbyggingar til almenningsnota í sömu þorpum. Síðasti hluti vatnsverkefnisins í Buikwe héraði, sem þegar er hafinn, er að aðstoða heimamenn við að koma á skynsamlegu og sjálfbæru rekstrarkerfi fyrir vatnsveiturnar þannig að hægt verði að sinna eðlilegu viðhaldi á þeim. Þannig verður tryggt að vatnsveiturnar þjóni íbúum fiskimannaþorpanna um langa framtíð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent