Toblerone-ís fyrir tólf Vera Einarsdóttir skrifar 6. desember 2018 12:00 Skemmtilegt er að setja jóla- eða áramótablæ á ísinn með því að skera hann út með kökumótum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hrönn Bjarnadóttir kann að gera sér og öðrum dagamun og þá sérstaklega í kringum jól. Hún gefur öllum sem hún þekkir heimagert konfekt, sendir hátt í hundrað jólakort og sér til þess að öll fjölskyldan, og þar með talið hundurinn, eigi samstæð jólanáttföt.Sjá einnig:Eins og jólasveinninn á sterum Hrönn er mikill listabakari og gerir alltaf meðfylgjandi ís fyrir áramótin. Uppskriftin dugir vel fyrir tólf og ísinn er bestur með jarðarberjum og þeyttum rjóma. Toblerone-ís Hrannar 500 ml rjómi 5 eggjarauður 125 g sykur Tæpur 1 dl Baileys 100 g ristaðar og saxaðar pekanhnetur 200 g Toblerone, saxað 100 g Toblerone, brætt Þeytið eggjarauður og sykur vel saman. Þeytið rjómann. Saxið pekanhnetur og hitið á pönnu með smá sykri eða sírópi. Bræðið 100 g af Toblerone og kælið örlítið. Hrærið Baileys út í. Hellið súkkulaðiblöndunni út í eggjarauður og sykur og blandið vel saman. Bætið þeytta rjómanum varlega saman við ásamt söxuðu Toblerone og söxuðum pekanhnetum. Ísinn er settur í form og svo í frysti. Ef ísinn er settur í form sem er ekki með lausum botni mælir Hrönn með að setja matarfilmu í botninn og upp fyrir kantana svo það sé auðveldara að poppa honum úr forminu til að skera hann og bera fram. Ísinn þarf að vera í frysti í a.m.k. 5 klst. áður en hann er borinn fram. Að sögn Hrannar er skemmtilegt að setja jóla- eða áramótablæ á ísinn með því að skera hann út með kökumótum. Birtist í Fréttablaðinu Eftirréttir Ís Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Með þrjú jólatré og jólakúlublæti Jól Segir eina vinsælustu jólamynd í heimi vera „barn síns tíma“ Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Góð samvera besta jólagjöfin Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól „Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól
Hrönn Bjarnadóttir kann að gera sér og öðrum dagamun og þá sérstaklega í kringum jól. Hún gefur öllum sem hún þekkir heimagert konfekt, sendir hátt í hundrað jólakort og sér til þess að öll fjölskyldan, og þar með talið hundurinn, eigi samstæð jólanáttföt.Sjá einnig:Eins og jólasveinninn á sterum Hrönn er mikill listabakari og gerir alltaf meðfylgjandi ís fyrir áramótin. Uppskriftin dugir vel fyrir tólf og ísinn er bestur með jarðarberjum og þeyttum rjóma. Toblerone-ís Hrannar 500 ml rjómi 5 eggjarauður 125 g sykur Tæpur 1 dl Baileys 100 g ristaðar og saxaðar pekanhnetur 200 g Toblerone, saxað 100 g Toblerone, brætt Þeytið eggjarauður og sykur vel saman. Þeytið rjómann. Saxið pekanhnetur og hitið á pönnu með smá sykri eða sírópi. Bræðið 100 g af Toblerone og kælið örlítið. Hrærið Baileys út í. Hellið súkkulaðiblöndunni út í eggjarauður og sykur og blandið vel saman. Bætið þeytta rjómanum varlega saman við ásamt söxuðu Toblerone og söxuðum pekanhnetum. Ísinn er settur í form og svo í frysti. Ef ísinn er settur í form sem er ekki með lausum botni mælir Hrönn með að setja matarfilmu í botninn og upp fyrir kantana svo það sé auðveldara að poppa honum úr forminu til að skera hann og bera fram. Ísinn þarf að vera í frysti í a.m.k. 5 klst. áður en hann er borinn fram. Að sögn Hrannar er skemmtilegt að setja jóla- eða áramótablæ á ísinn með því að skera hann út með kökumótum.
Birtist í Fréttablaðinu Eftirréttir Ís Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Með þrjú jólatré og jólakúlublæti Jól Segir eina vinsælustu jólamynd í heimi vera „barn síns tíma“ Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Góð samvera besta jólagjöfin Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól „Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól