Dómur yfir erkibiskupnum felldur niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 07:31 Philip Wilson var sakfelldur í maí fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Tólf mánaða fangelsisdómur yfir honum var svo kveðinn upp í júlí síðastliðnum. Vísir/Afp Dómur yfir fyrrverandi erkibiskup innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu hefur verið felldur niður. Erkibiskupinn, Philip Wilson, hlaut fyrr á þessu ári 12 mánaða fangelsisdóm fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Hann áfrýjaði dómnum og komst æðra dómsstig að þeirra niðurstöðu í gær að ekki hafi verið sýnt fram á sekt erkibiskupsins með óyggjandi hætti á fyrri stigum málsins. Með dómnum varð Wilson, sem er 68 ára gamall, hæst setti embættismaður innan gjörvallrar kaþólsku kirkjunnar sem fundinn hafði verið sekur um brot af þessu tagi.Sjá einnig: Erkibiskup í 12 mánaða fangelsiWilson hélt ætíð sakleysi sínu fram og sagðist ekkert hafa vitað um brot presins James Patrick Fletcher á áttunda áratugnum. Fletcher var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum og lést innan fangelsisveggja árið 2006. Lögmaður erkibiskupsins náði að sannfæra dómarann, sem hafði áfrýjunarmál hans til meðferðar, um að ekki væri fullsannað að Wilson hafi vísvitandi trassað það að tilkynna brot prestsins til lögreglunnar. Hann hafi ekki getað verið viss um það að ásakanirnar um kynferðisbrot væru á rökum reistar og því ekki óeðlilegt, að mati dómarans, að hann hafi beðið með að greina frá þeim. Við aðalmeðferð málsins í maí var Wilson sagður hafa þagað um ásakanirnar til þess að vernda orðspor kirkjunnar. Þá var Wilson sakaður um að hafa ekki i sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Wilson sagði erkibiskupsstöðu sinni í áströlsku borginni Adelaide lausri eftir dómsuppkvaðninguna í júlí og hefur verið í stofufangelsi síðan. Ástralía Eyjaálfa Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Dómur yfir fyrrverandi erkibiskup innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu hefur verið felldur niður. Erkibiskupinn, Philip Wilson, hlaut fyrr á þessu ári 12 mánaða fangelsisdóm fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Hann áfrýjaði dómnum og komst æðra dómsstig að þeirra niðurstöðu í gær að ekki hafi verið sýnt fram á sekt erkibiskupsins með óyggjandi hætti á fyrri stigum málsins. Með dómnum varð Wilson, sem er 68 ára gamall, hæst setti embættismaður innan gjörvallrar kaþólsku kirkjunnar sem fundinn hafði verið sekur um brot af þessu tagi.Sjá einnig: Erkibiskup í 12 mánaða fangelsiWilson hélt ætíð sakleysi sínu fram og sagðist ekkert hafa vitað um brot presins James Patrick Fletcher á áttunda áratugnum. Fletcher var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum og lést innan fangelsisveggja árið 2006. Lögmaður erkibiskupsins náði að sannfæra dómarann, sem hafði áfrýjunarmál hans til meðferðar, um að ekki væri fullsannað að Wilson hafi vísvitandi trassað það að tilkynna brot prestsins til lögreglunnar. Hann hafi ekki getað verið viss um það að ásakanirnar um kynferðisbrot væru á rökum reistar og því ekki óeðlilegt, að mati dómarans, að hann hafi beðið með að greina frá þeim. Við aðalmeðferð málsins í maí var Wilson sagður hafa þagað um ásakanirnar til þess að vernda orðspor kirkjunnar. Þá var Wilson sakaður um að hafa ekki i sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Wilson sagði erkibiskupsstöðu sinni í áströlsku borginni Adelaide lausri eftir dómsuppkvaðninguna í júlí og hefur verið í stofufangelsi síðan.
Ástralía Eyjaálfa Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04
Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27
Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00