May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 13:56 Theresa May stendur nú ströngu við að reyna að fá eigin flokksmenn til að styðja Brexit-samning hennar. Vísir/EPA Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51