Ennþá verið að skjóta gæs Karl Lúðvíksson skrifar 30. nóvember 2018 10:49 Þrátt fyrir að desember hefjist á morgun er ennþá gæs að finna í túnum og ökrum á suðurlandi og á góðum degi er hægt að gera fína veiði. Við heyrðum meðal annars í Hafliða Halldórssyni á Ármóti en hann náði við þriðja mann 90 gæsum í vikunni en átti aldrei von á að fá jafn mikið af fugli í akurinn eins og raun varð. Það virðist ennþá vera nokkuð mikið af gæs á suðurlandi og það er skotið á fleiri bæum en við Ármót og margir að gera það gott. Það sem hefur hjálpað til er veðrið en í haust var oft á tíðum mjög lyngt á svæðinu og þeir sem voru við veiðar þá gátu lent í að fuglinn væri tregur til að koma niður í því blíðskaparveðri sem var oft á svæðinu með tilheyrandi logni og blíðviðri. Núna síðustu daga hefur verið góður strekkingur og frekar rysjótt veður sem gerir það að verkum að gæsin kemur oft inn í akrana með nokkuð ákveðnum hætti og það eru þau skilyrði sem gæsaskyttur telja ákjósanlegar.Greinin hefur verið leiðrétt 18.12, ekki voru skotnar bjargdúfur að Ármóti en um misskiling greinarhöfundar var að ræða og biðst hann velvirðingar á því. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Þrátt fyrir að desember hefjist á morgun er ennþá gæs að finna í túnum og ökrum á suðurlandi og á góðum degi er hægt að gera fína veiði. Við heyrðum meðal annars í Hafliða Halldórssyni á Ármóti en hann náði við þriðja mann 90 gæsum í vikunni en átti aldrei von á að fá jafn mikið af fugli í akurinn eins og raun varð. Það virðist ennþá vera nokkuð mikið af gæs á suðurlandi og það er skotið á fleiri bæum en við Ármót og margir að gera það gott. Það sem hefur hjálpað til er veðrið en í haust var oft á tíðum mjög lyngt á svæðinu og þeir sem voru við veiðar þá gátu lent í að fuglinn væri tregur til að koma niður í því blíðskaparveðri sem var oft á svæðinu með tilheyrandi logni og blíðviðri. Núna síðustu daga hefur verið góður strekkingur og frekar rysjótt veður sem gerir það að verkum að gæsin kemur oft inn í akrana með nokkuð ákveðnum hætti og það eru þau skilyrði sem gæsaskyttur telja ákjósanlegar.Greinin hefur verið leiðrétt 18.12, ekki voru skotnar bjargdúfur að Ármóti en um misskiling greinarhöfundar var að ræða og biðst hann velvirðingar á því.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði