Börn fá orðið á alþjóðadegi barna Heimsljós kynnir 20. nóvember 2018 16:00 Skólabörn í Malaví. gunnisal „Öll börn eiga að fá vernd gegn ofbeldi, öll börn eiga að ganga í skóla, öll börn eiga að fá hreint vatn og heimili, öll börn eiga að vera frjáls, eiga vini og fjölskyldu, og stelpur og strákar eiga jafn mikinn rétt til að tjá sig.“ Þetta voru meðal skilaboða sem börn í Flataskóla í Garðabæ skrifuðu til stjórnvalda á fallega skreyttan loftbelg sem Ævar Þór Benediktsson afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag 20. nóvember. Á þessum degi minnir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir öllum börnum um allan heim mikilvæg réttindi. Yfirskrift átaks UNICEF á Íslandi á alþjóðadegi degi barna er #börnfáorðið og því fór Ævar Þór ásamt fulltrúum frá UNICEF í stjórnarráðið með skilaboð sem börnin vonast til að ríkisstjórnin beri áfram til leiðtoga heimsins. „Þetta skiptir mjög miklu máli að fá að heyra hvað börnin hafa að segja,“ sagði forsætisráðherra, að því er fram kemur í frétt frá UNICEF. Fram kom að á næsta ári sé ætlunin að halda sérstakt barnaþing, í fyrsta skiptið á Íslandi, þar sem börn hvaðanæva af landinu geta sett málefni á dagskrá. Katrín sagði einnig að málefni barna væru eitt af forgangsmálum Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Það skiptir máli að passa uppá öll börn í heiminum,“ sagði hún. Markmið dagsins er að gefa börnum og ungmennum orðið, og skapa vettvang fyrir þau til að tjá skoðanir sínar opinberlega og í nærumhverfi sínu. UNICEF á Íslandi hvetur því fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið þennan dag, og alla aðra daga, þannig að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélaginu. Hægt er að fylgjast með viðburðum og uppákomum hér á landi og um allan heim undir myllumerkjunum #börnfáorðið og #WorldChildrensDayMikill árangur í menntamálum vegna íslenskrar þróunarsamvinnuÍslensk stjórnvöld hafa um langt árabil lagt kapp á að styðja við börn í alþjóðlegu þróunarstarfi, ekki aðeins í löngu og árangursríku samstarfi við UNICEF hér heima og á alþjóðavísu, heldur einnig með beinum stuðningi í samstarfslöndum Íslendinga. Eins og sjá má á grafísku myndinni njóta tæplega 57 þúsund börn í Malaví og Úganda stuðnings Íslendinga í menntamálum, í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem nýlega er hafinn í tilraunaskyni verkefnaþáttur í Malaví sem snýr að leikaskólastiginu. Athygli vekur að stúlkur eru í meirihluta í grunnskólunum sem njóta stuðnings frá Íslandi, bæði í Malaví og Úganda.Til marks um árangurinn af þessu starfi má nefna að fyrir þremur mánuðum kom í ljós í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, að þar luku 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla borið saman við 40% áður en íslenski stuðningurinn kom til. Í opinberri könnun sem gerð var kom ennfremur í ljós að nemendum hafði fjölgað, brottfall minnkað og áhugi foreldra aukist. „Við sjáum ótrúlegar framfarir bæði í bóklegu námi og íþróttum. Við erum afar þakklát héraðinu og ríkisstjórn Íslands fyrir stuðninginn,” var haft eftir Anthony Balagira skólastjóra eins grunnskólans. Auk stuðnings Íslendinga við menntun barna í þróunarsamvinnu hefur verið lögð gífurleg áhersla á lýðheilsu í samstarfsríkjum, einkum stuðning við mæður og ungbörn í Malaví. Úrbætur í vatns- og salernismálum sem er lykilþáttur í þróunarstarfi Íslendinga nýtist öllum samfélögunum, en ekki síst yngstu börnunum með veikasta ónæmiskerfið, sem eru í bráðustu hættu vegna vatnsborinna sjúkdóma. Rúmlega sex milljónir barna, langflest í þróunarríkjunum, létust á síðasta ári vegna sjúkdóma sem unnt hefði verið að lækna eða koma í veg fyrir.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
„Öll börn eiga að fá vernd gegn ofbeldi, öll börn eiga að ganga í skóla, öll börn eiga að fá hreint vatn og heimili, öll börn eiga að vera frjáls, eiga vini og fjölskyldu, og stelpur og strákar eiga jafn mikinn rétt til að tjá sig.“ Þetta voru meðal skilaboða sem börn í Flataskóla í Garðabæ skrifuðu til stjórnvalda á fallega skreyttan loftbelg sem Ævar Þór Benediktsson afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag 20. nóvember. Á þessum degi minnir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir öllum börnum um allan heim mikilvæg réttindi. Yfirskrift átaks UNICEF á Íslandi á alþjóðadegi degi barna er #börnfáorðið og því fór Ævar Þór ásamt fulltrúum frá UNICEF í stjórnarráðið með skilaboð sem börnin vonast til að ríkisstjórnin beri áfram til leiðtoga heimsins. „Þetta skiptir mjög miklu máli að fá að heyra hvað börnin hafa að segja,“ sagði forsætisráðherra, að því er fram kemur í frétt frá UNICEF. Fram kom að á næsta ári sé ætlunin að halda sérstakt barnaþing, í fyrsta skiptið á Íslandi, þar sem börn hvaðanæva af landinu geta sett málefni á dagskrá. Katrín sagði einnig að málefni barna væru eitt af forgangsmálum Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. „Það skiptir máli að passa uppá öll börn í heiminum,“ sagði hún. Markmið dagsins er að gefa börnum og ungmennum orðið, og skapa vettvang fyrir þau til að tjá skoðanir sínar opinberlega og í nærumhverfi sínu. UNICEF á Íslandi hvetur því fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið þennan dag, og alla aðra daga, þannig að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélaginu. Hægt er að fylgjast með viðburðum og uppákomum hér á landi og um allan heim undir myllumerkjunum #börnfáorðið og #WorldChildrensDayMikill árangur í menntamálum vegna íslenskrar þróunarsamvinnuÍslensk stjórnvöld hafa um langt árabil lagt kapp á að styðja við börn í alþjóðlegu þróunarstarfi, ekki aðeins í löngu og árangursríku samstarfi við UNICEF hér heima og á alþjóðavísu, heldur einnig með beinum stuðningi í samstarfslöndum Íslendinga. Eins og sjá má á grafísku myndinni njóta tæplega 57 þúsund börn í Malaví og Úganda stuðnings Íslendinga í menntamálum, í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem nýlega er hafinn í tilraunaskyni verkefnaþáttur í Malaví sem snýr að leikaskólastiginu. Athygli vekur að stúlkur eru í meirihluta í grunnskólunum sem njóta stuðnings frá Íslandi, bæði í Malaví og Úganda.Til marks um árangurinn af þessu starfi má nefna að fyrir þremur mánuðum kom í ljós í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, að þar luku 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla borið saman við 40% áður en íslenski stuðningurinn kom til. Í opinberri könnun sem gerð var kom ennfremur í ljós að nemendum hafði fjölgað, brottfall minnkað og áhugi foreldra aukist. „Við sjáum ótrúlegar framfarir bæði í bóklegu námi og íþróttum. Við erum afar þakklát héraðinu og ríkisstjórn Íslands fyrir stuðninginn,” var haft eftir Anthony Balagira skólastjóra eins grunnskólans. Auk stuðnings Íslendinga við menntun barna í þróunarsamvinnu hefur verið lögð gífurleg áhersla á lýðheilsu í samstarfsríkjum, einkum stuðning við mæður og ungbörn í Malaví. Úrbætur í vatns- og salernismálum sem er lykilþáttur í þróunarstarfi Íslendinga nýtist öllum samfélögunum, en ekki síst yngstu börnunum með veikasta ónæmiskerfið, sem eru í bráðustu hættu vegna vatnsborinna sjúkdóma. Rúmlega sex milljónir barna, langflest í þróunarríkjunum, létust á síðasta ári vegna sjúkdóma sem unnt hefði verið að lækna eða koma í veg fyrir.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent