Góð helgi að baki hjá rjúpnaskyttum Karl Lúðvíksson skrifar 12. nóvember 2018 09:49 Lúðvík Marínó með sínar fyrstu rjúpur Mynd: KL Þriðja helgin á rjúpnaveiðum er nú að baki og það er ekki annað að heyra en að skyttur landsins hafi verið að veiða vel. Það sem skipti sköpum fyrir þá sem hafa verið að ganga til rjúpna á suður og vesturlandi er að það hlýnaði og snjóinn tók upp svo eftir urðu skaflar. Það er því auðveldara að finna fuglinn en það sem gerist líka er að þegar það hlýnar fer rjúpan oft hátt upp í fjöll. Skyttur sem við höfum fengið fregnir frá voru flestir að fá eitthvað og það er gott hljóð í mönnum sem eru komnir með í jólamatinn og ætla að leggja byssunni. Einhverjir voru lítið varir og þegar bornar voru saman bækur þá kom það yfirleitt í ljós að menn voru bara ekki að fara nógu hátt. Þeir sem voru í fugli segjast flestir hafa verið að finna fugla í 500-700 metra hæð og oftá illförnum slóðum eins og í bröttum brekkum og efst í giljum. Það þarf þess vegna oftar en ekki að hafa aðeins fyrir þessu. Greinarhöfundur gekk sjálfur á föstudaginn á vesturlandi í góðum félagsskap og þar á meðal með frumburðinum Lúðvík Marínó Karlssyni sem var að fá sín réttindi og sína fyrstu byssu. Gengu veiðar vel en Lúðvík náði ekki bara sinni fyrstu rjúpu heldur náði sjö í heildina svo það er nokkuð ljóst að jólamaturinn er að vera kominn. Það er óhætt að segja að föðurhjartað hafi tekið nokkur aukaslög við að sjá drenginn standa sig svona vel í sínum fyrsta alvöru rjúpnaveiðitúr. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði
Þriðja helgin á rjúpnaveiðum er nú að baki og það er ekki annað að heyra en að skyttur landsins hafi verið að veiða vel. Það sem skipti sköpum fyrir þá sem hafa verið að ganga til rjúpna á suður og vesturlandi er að það hlýnaði og snjóinn tók upp svo eftir urðu skaflar. Það er því auðveldara að finna fuglinn en það sem gerist líka er að þegar það hlýnar fer rjúpan oft hátt upp í fjöll. Skyttur sem við höfum fengið fregnir frá voru flestir að fá eitthvað og það er gott hljóð í mönnum sem eru komnir með í jólamatinn og ætla að leggja byssunni. Einhverjir voru lítið varir og þegar bornar voru saman bækur þá kom það yfirleitt í ljós að menn voru bara ekki að fara nógu hátt. Þeir sem voru í fugli segjast flestir hafa verið að finna fugla í 500-700 metra hæð og oftá illförnum slóðum eins og í bröttum brekkum og efst í giljum. Það þarf þess vegna oftar en ekki að hafa aðeins fyrir þessu. Greinarhöfundur gekk sjálfur á föstudaginn á vesturlandi í góðum félagsskap og þar á meðal með frumburðinum Lúðvík Marínó Karlssyni sem var að fá sín réttindi og sína fyrstu byssu. Gengu veiðar vel en Lúðvík náði ekki bara sinni fyrstu rjúpu heldur náði sjö í heildina svo það er nokkuð ljóst að jólamaturinn er að vera kominn. Það er óhætt að segja að föðurhjartað hafi tekið nokkur aukaslög við að sjá drenginn standa sig svona vel í sínum fyrsta alvöru rjúpnaveiðitúr.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Vötnin í Svínadal farin að gefa Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði