Fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna skipta sköpum! Heimsljós kynnir 13. nóvember 2018 15:45 Að skapa aðstæður fyrir heilbrigðan þroska á heila barns frá fyrstu augnablikum í lífi þess er eitt mikilvægasta verkefni samfélaga um allan heim Unicef „Mikilvægasta líffæri ungbarna er heilinn. Hvernig heilinn er örvaður á fyrstu dögum og mánuðum í lífi barns hefur mikið að segja. Að fara á mis við jákvæða reynslu og upplifun á þessum tíma getur verið óafturkræfanlegt,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Það er mikið áhyggjuefni að hundruð milljóna barna um allan heim verða fyrir alvarlegum skaða vegna lélegrar næringar, vegna ofbeldis og mengunar og vegna skorts á örvun,“ bætir hann við. Skortur á örvun og snertingu, mengun, ofbeldi, léleg næring og áreiti frá snjallsímum og samfélagsmiðlum í lífi foreldra geta allt haft neikvæð áhrif á þroska heila barna á mikilvægustu dögum lífs þeirra – fyrstu 1000 dögunum. Því hefur UNICEF á Íslandi hefur tekið höndum saman með Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við útgáfu á veggspjaldi með ráðum um þroska og umönnun barna. Útgáfan er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF, #EarlyMomentsMatter. „Að skapa aðstæður fyrir heilbrigðan þroska á heila barns frá fyrstu augnablikum í lífi þess er eitt mikilvægasta verkefni samfélaga um allan heim, líka á Íslandi. Mæðra- og ungbarnavernd á Íslandi er með þeirri bestu í heimi og hjúkrunarfræðingar hér á landi hafa í mörg ár skimað fyrir andlegri vanlíðan hjá konum eftir fæðingu. Nú er einnig skimað fyrir kvíða og þunglyndi á meðgöngu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki má þó gleyma hversu veigamiklu hlutverki tengsl milli barns og aðstandenda eftir fæðingu gegna til að skapa heilsteyptan einstakling,“ segir í frétt á vef UNICEF. Veggspjöldin, sem verður dreift á allar heilsugæslustöðvar á landinu og víðar, gefa einföld ráð til foreldra um umönnun barna, allt frá fyrstu vikunni í lífi þess til tveggja ára og eldri. „Þetta eru ekki ráð sem kosta peninga heldur felast þau í samveru, leikjum, snertingu og samskiptum. Að tala við barn, syngja, knúsa og leika hljómar hversdagslega en það þjónar allt mikilvægu hlutverki við að þroska og styrkja taugatengingar í heila barnsins. Jákvæð örvun og samskipti skipta sköpum fyrir velferð barna og hafa áhrif á námsfærni, andlegan þroska, samskiptafærni, mál og minni. Að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar þegar kemur að umönnun barna er því mikilvæg fjárfesting fyrir framtíðina og samfélagið allt,“ segir í fréttinni.Fræðsluefni um fyrstu árin og tengsl foreldra og ungbarna má finna á Heilsuvera.is#EarlyMomentsMatter fræðsluefni og myndbönd um þroska og örvun ungbarna frá UNICEF má finna hér. UNICEF er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu Íslands. Kjarnaframlög stjórnvalda til stofnunarinnar námu á síðasta ári rúmlega 130 milljónum króna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
„Mikilvægasta líffæri ungbarna er heilinn. Hvernig heilinn er örvaður á fyrstu dögum og mánuðum í lífi barns hefur mikið að segja. Að fara á mis við jákvæða reynslu og upplifun á þessum tíma getur verið óafturkræfanlegt,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Það er mikið áhyggjuefni að hundruð milljóna barna um allan heim verða fyrir alvarlegum skaða vegna lélegrar næringar, vegna ofbeldis og mengunar og vegna skorts á örvun,“ bætir hann við. Skortur á örvun og snertingu, mengun, ofbeldi, léleg næring og áreiti frá snjallsímum og samfélagsmiðlum í lífi foreldra geta allt haft neikvæð áhrif á þroska heila barna á mikilvægustu dögum lífs þeirra – fyrstu 1000 dögunum. Því hefur UNICEF á Íslandi hefur tekið höndum saman með Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við útgáfu á veggspjaldi með ráðum um þroska og umönnun barna. Útgáfan er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF, #EarlyMomentsMatter. „Að skapa aðstæður fyrir heilbrigðan þroska á heila barns frá fyrstu augnablikum í lífi þess er eitt mikilvægasta verkefni samfélaga um allan heim, líka á Íslandi. Mæðra- og ungbarnavernd á Íslandi er með þeirri bestu í heimi og hjúkrunarfræðingar hér á landi hafa í mörg ár skimað fyrir andlegri vanlíðan hjá konum eftir fæðingu. Nú er einnig skimað fyrir kvíða og þunglyndi á meðgöngu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki má þó gleyma hversu veigamiklu hlutverki tengsl milli barns og aðstandenda eftir fæðingu gegna til að skapa heilsteyptan einstakling,“ segir í frétt á vef UNICEF. Veggspjöldin, sem verður dreift á allar heilsugæslustöðvar á landinu og víðar, gefa einföld ráð til foreldra um umönnun barna, allt frá fyrstu vikunni í lífi þess til tveggja ára og eldri. „Þetta eru ekki ráð sem kosta peninga heldur felast þau í samveru, leikjum, snertingu og samskiptum. Að tala við barn, syngja, knúsa og leika hljómar hversdagslega en það þjónar allt mikilvægu hlutverki við að þroska og styrkja taugatengingar í heila barnsins. Jákvæð örvun og samskipti skipta sköpum fyrir velferð barna og hafa áhrif á námsfærni, andlegan þroska, samskiptafærni, mál og minni. Að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar þegar kemur að umönnun barna er því mikilvæg fjárfesting fyrir framtíðina og samfélagið allt,“ segir í fréttinni.Fræðsluefni um fyrstu árin og tengsl foreldra og ungbarna má finna á Heilsuvera.is#EarlyMomentsMatter fræðsluefni og myndbönd um þroska og örvun ungbarna frá UNICEF má finna hér. UNICEF er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu Íslands. Kjarnaframlög stjórnvalda til stofnunarinnar námu á síðasta ári rúmlega 130 milljónum króna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent