Áfram tapar Uber Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 09:38 Taprekstur Uber heldur áfram. Vísir/Getty Deilibílafyrirtækið Uber tapaði rúmlega milljarði bandaríkjadala, næstum 130 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þrýstingurinn á að fyrirtækið fari að skila eigendum sínum hagnaði eykst hratt, enda fyrirhugað að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Þrátt fyrir að tap fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi sé um 27% meira en á sama tímabili í fyrra segja forsvarsmenn Uber að ýmis jákvæð teikn séu á lofti. Tekjur fyrirtæksins jukust um 5% á milli fjórðunga og þá hækkaði heildarfjárhæð bókana um 6% á tímabilinu. Er nú svo komið að Uber er metið á 72 milljarða bandaríkjadala, sem gerir það eitt að verðmætustu einkafyrirtækjum í heimi. Því er haft eftir fjármálastjóra Uber, Nelson Chai, í yfirlýsingu sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins að síðasti ársfjórðungur hafi verið góður. Uber muni á komandi misserum leggja áherslu á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum fyrirtæksins; eins og vöruflutningi, matarsendingar og fjölgun rafhjóla. Þá horfi Uber í auknum mæli til Austurlanda nær og Indlands, þar sem reynt verður að festa „yfirburðastöðu“ fyrirtækisins betur í sessi. Sem fyrr segir er stefnt á að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Hinn japanski Softbank er sagður ætla að annast skráninguna, sem fyrir vikið fékk 15% eignarhlut í fyrirtækinu að launum. Samgöngur Tengdar fréttir Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52 Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Deilibílafyrirtækið Uber tapaði rúmlega milljarði bandaríkjadala, næstum 130 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þrýstingurinn á að fyrirtækið fari að skila eigendum sínum hagnaði eykst hratt, enda fyrirhugað að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Þrátt fyrir að tap fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi sé um 27% meira en á sama tímabili í fyrra segja forsvarsmenn Uber að ýmis jákvæð teikn séu á lofti. Tekjur fyrirtæksins jukust um 5% á milli fjórðunga og þá hækkaði heildarfjárhæð bókana um 6% á tímabilinu. Er nú svo komið að Uber er metið á 72 milljarða bandaríkjadala, sem gerir það eitt að verðmætustu einkafyrirtækjum í heimi. Því er haft eftir fjármálastjóra Uber, Nelson Chai, í yfirlýsingu sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins að síðasti ársfjórðungur hafi verið góður. Uber muni á komandi misserum leggja áherslu á áframhaldandi vöxt á öllum sviðum fyrirtæksins; eins og vöruflutningi, matarsendingar og fjölgun rafhjóla. Þá horfi Uber í auknum mæli til Austurlanda nær og Indlands, þar sem reynt verður að festa „yfirburðastöðu“ fyrirtækisins betur í sessi. Sem fyrr segir er stefnt á að skrá Uber á hlutabréfamarkað á næsta ári. Hinn japanski Softbank er sagður ætla að annast skráninguna, sem fyrir vikið fékk 15% eignarhlut í fyrirtækinu að launum.
Samgöngur Tengdar fréttir Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52 Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Mannauðsstjóri Uber segir upp Mannauðsstjóri deilibílaþjónustunnar Uber hefur sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2018 10:52
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Uber boðar stefnubreytingu Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. 27. ágúst 2018 06:34
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02