Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2018 12:45 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af 650 starfsmenn á Íslandi. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels hefur í gegnum árin látið sig umræðu um gjaldmiðils- og peningamál varða. Krónan skiptir hins vegar mjög litlu máli í rekstri Marels í dag enda kemur aðeins eitt prósent af tekjum félagsins frá Íslandi.Dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning „Það er ljóst ef við förum í skoðanakannanir og þess háttar að þá vill meirihluti heimila í landinu og meirihluti smærri fyrirtækja halda í krónuna. Hins vegar er það að mínu mati dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning í landinu að halda í krónuna. Það gerist ansi leiðigjarnt að þeir sem eru að reka alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi séu ávallt að tala um íslensku krónuna og að við þurfum að breyta henni. Mér finnst að þeir sem hafa mesta hagsmuni af því að fá lægri viðskiptakostnað, lægri vaxtakostnað, hafa mynt þannig að þú getir gert þín útflutningsplön en lítil íslensk iðnfyrirtæki geta varla hafið útrás í dag því óstöðugleikinn í krónunni gagnvart erlendum myntum er töluverður, að þeir hópar ættu fremur að berjast fyrir því heldur en að við, forkólfar í alþjóðlegum fyrirtækjum hér á Íslandi, séum ávallt að skipta okkur af innankrónikumálum í rauninni. Hins vegar er það mín skoðun að kostnaður við myntkerfið er allt of mikill sem sést kannski best í því að almenningur er að borga þrisvar sinnum sína íbúð í vaxtakostnað á meðan þú ert að borga einum og hálfu sinni íbúðina í vaxtakostnað í Svíþjóð, sem dæmi,“ segir Árni Oddur. Vaxtaumhverfið í Svíþjóð er líkt því sem þekkist á evrusvæðinu þótt Svíar séu ekki í myntsamstarfinu um evruna. Þeir reka sjálfstæða peningastefnu með sænskri krónu, flotgengi og verðbólgumarkmiði. Íslenska krónan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af 650 starfsmenn á Íslandi. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels hefur í gegnum árin látið sig umræðu um gjaldmiðils- og peningamál varða. Krónan skiptir hins vegar mjög litlu máli í rekstri Marels í dag enda kemur aðeins eitt prósent af tekjum félagsins frá Íslandi.Dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning „Það er ljóst ef við förum í skoðanakannanir og þess háttar að þá vill meirihluti heimila í landinu og meirihluti smærri fyrirtækja halda í krónuna. Hins vegar er það að mínu mati dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning í landinu að halda í krónuna. Það gerist ansi leiðigjarnt að þeir sem eru að reka alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi séu ávallt að tala um íslensku krónuna og að við þurfum að breyta henni. Mér finnst að þeir sem hafa mesta hagsmuni af því að fá lægri viðskiptakostnað, lægri vaxtakostnað, hafa mynt þannig að þú getir gert þín útflutningsplön en lítil íslensk iðnfyrirtæki geta varla hafið útrás í dag því óstöðugleikinn í krónunni gagnvart erlendum myntum er töluverður, að þeir hópar ættu fremur að berjast fyrir því heldur en að við, forkólfar í alþjóðlegum fyrirtækjum hér á Íslandi, séum ávallt að skipta okkur af innankrónikumálum í rauninni. Hins vegar er það mín skoðun að kostnaður við myntkerfið er allt of mikill sem sést kannski best í því að almenningur er að borga þrisvar sinnum sína íbúð í vaxtakostnað á meðan þú ert að borga einum og hálfu sinni íbúðina í vaxtakostnað í Svíþjóð, sem dæmi,“ segir Árni Oddur. Vaxtaumhverfið í Svíþjóð er líkt því sem þekkist á evrusvæðinu þótt Svíar séu ekki í myntsamstarfinu um evruna. Þeir reka sjálfstæða peningastefnu með sænskri krónu, flotgengi og verðbólgumarkmiði.
Íslenska krónan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira