1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2018 06:15 Úr leik Manchester City og Southampton í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. vísir/getty Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Útboð á enska boltanum fyrir leiktímabilið 2019 til 2022 fór fram í síðustu viku þar sem Síminn hafði betur gegn Sýn. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. Mat Sýnar var að hærra tilboð gerði það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, gat ekki tjáð sig um tilboðið í samtali við Markaðinn. Hann sagði að á annan tug þúsunda hefðu aðgang að enska boltanum gegnum Sýn og að niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur. „Það er ljóst að menn ætli með einhverjum hætti að fá peningana sem þeir borga fyrir svona sýningarrétti til baka þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum,“ sagði Björn. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, sagði tilboðið byggt á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. „Enski boltinn hefur verið dýr vegna þess að fólk hefur þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru,“ sagði Magnús. Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Útboð á enska boltanum fyrir leiktímabilið 2019 til 2022 fór fram í síðustu viku þar sem Síminn hafði betur gegn Sýn. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. Mat Sýnar var að hærra tilboð gerði það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, gat ekki tjáð sig um tilboðið í samtali við Markaðinn. Hann sagði að á annan tug þúsunda hefðu aðgang að enska boltanum gegnum Sýn og að niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur. „Það er ljóst að menn ætli með einhverjum hætti að fá peningana sem þeir borga fyrir svona sýningarrétti til baka þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum,“ sagði Björn. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, sagði tilboðið byggt á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. „Enski boltinn hefur verið dýr vegna þess að fólk hefur þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru,“ sagði Magnús. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38