Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. nóvember 2018 14:26 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn. Íslenska krónan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn.
Íslenska krónan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira