Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 11:31 Auglýsingin er í raun stuttmynd frá Greenpeace sem stórleikkonan Emma Thompson talsetti. Skjáskot Jólaauglýsing verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir stríða gegn reglum um pólitískar auglýsingar. Auglýsingin er í raun stutt teiknimynd framleidd af Greenpeace um umhverfisáhrif pálmaolíuframleiðslu, en pálmaolíu má finna í ýmsum mat- og hreinlætisvörum. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Í auglýsingunni rekst ung stúlka á órangútan í svefnherberginu sínu og spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum apinn sé þar. Hann svarar því að það sé mannvera í skóginum sínum og lýsir áhrifum framleiðslunnar á líf hans í frumskóginum. Clearcast, sem sér um að kanna auglýsingar áður en þær fara í almenna sýningu í Bretlandi, sögðu auglýsinguna brjóta gegn banni á pólitískum auglýsingum frá árinu 2003. „Þetta var mynd sem Greenpeace gerði sem Emma Thompson talsetti,“ sagði Malcolm Walker, stofnandi Iceland í samtali við The Guardian. „Við fengum leyfi til að nota hana og fjarlægja merki Greenpeace og nota hana sem jólaauglýsingu,“ sagði hann og bætti við að auglýsingin hefði líklega slegið út jólaauglýsingu verslunarkeðjunnar John Lewis sem vekur yfirleitt mikla athygli um allan heim. Iceland mun engu að síður birta stuttar auglýsingar þar sem áhersla er lögð á vörur sem innihalda ekki pálmaolíu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Bretland Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Jólaauglýsing verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir stríða gegn reglum um pólitískar auglýsingar. Auglýsingin er í raun stutt teiknimynd framleidd af Greenpeace um umhverfisáhrif pálmaolíuframleiðslu, en pálmaolíu má finna í ýmsum mat- og hreinlætisvörum. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Í auglýsingunni rekst ung stúlka á órangútan í svefnherberginu sínu og spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum apinn sé þar. Hann svarar því að það sé mannvera í skóginum sínum og lýsir áhrifum framleiðslunnar á líf hans í frumskóginum. Clearcast, sem sér um að kanna auglýsingar áður en þær fara í almenna sýningu í Bretlandi, sögðu auglýsinguna brjóta gegn banni á pólitískum auglýsingum frá árinu 2003. „Þetta var mynd sem Greenpeace gerði sem Emma Thompson talsetti,“ sagði Malcolm Walker, stofnandi Iceland í samtali við The Guardian. „Við fengum leyfi til að nota hana og fjarlægja merki Greenpeace og nota hana sem jólaauglýsingu,“ sagði hann og bætti við að auglýsingin hefði líklega slegið út jólaauglýsingu verslunarkeðjunnar John Lewis sem vekur yfirleitt mikla athygli um allan heim. Iceland mun engu að síður birta stuttar auglýsingar þar sem áhersla er lögð á vörur sem innihalda ekki pálmaolíu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.
Bretland Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira