Spíser dú dansk? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. október 2018 07:00 Maður skyldi ætla að Píratar væru búnir að leggja nafn Piu Kjærsgaard á minnið. Nóg kom hún í bakið á þeim í sumar á Alþingishátíðinni þegar í ljós kom að þeir gleymdu að gúgla hana og vissu því ekkert um stjórnmálaskoðanir hennar. En eftir að kommentakerfið hafði logað í rúmlega 37 mínútur ákváðu þeir að sniðganga hátíðarfund á Þingvöllum, svo mikið var þeim niðri fyrir. Víkur nú sögunni til kóngsins Kaupmannahafnar. Þar var á dögunum systurhátíð Þingvallafundarins. Fínasta fólk Danmerkur og Íslands sat undir ræðum á milli þess sem skálað var og allir auðvitað á dagpeningum eins og lög gera ráð fyrir. Einn þingmanna Pírata var fulltrúi Íslands á þessari herlegu samkomu. Nú myndu einhverjir halda, í ljósi harðrar afstöðu Pírata gegn ræðuhöldum Piu á Íslandi, að Píratinn myndi neita að taka þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn. Reyndar væri jafnvel ríkari ástæða til mótmæla, því í Danmörku búa fórnarlömb málflutnings Piu. Að minnsta kosti væri nauðsynlegt fyrir Píratann okkar að gæta lágmarks samræmis í afstöðu sinni. Líklegast er að Píratarnir hafi ekki lesið dagskrána, ekki frekar en síðast. En nú var ekkert svigrúm til fundahalda, Píratinn okkar sest í sætið sitt með fangið fullt af snittum og allt í einu birtist Pía á sviðinu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Góð ráð dýr. En svo blessunarlega vildi til að Pia talaði á dönsku. Þrátt fyrir danskt eftirnafn Píratans okkar þá sagði hún aðspurð að í raun hefði þetta allt verið í lagi, því hún skildi ekki dönsku. Og þar með samviskan hrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun
Maður skyldi ætla að Píratar væru búnir að leggja nafn Piu Kjærsgaard á minnið. Nóg kom hún í bakið á þeim í sumar á Alþingishátíðinni þegar í ljós kom að þeir gleymdu að gúgla hana og vissu því ekkert um stjórnmálaskoðanir hennar. En eftir að kommentakerfið hafði logað í rúmlega 37 mínútur ákváðu þeir að sniðganga hátíðarfund á Þingvöllum, svo mikið var þeim niðri fyrir. Víkur nú sögunni til kóngsins Kaupmannahafnar. Þar var á dögunum systurhátíð Þingvallafundarins. Fínasta fólk Danmerkur og Íslands sat undir ræðum á milli þess sem skálað var og allir auðvitað á dagpeningum eins og lög gera ráð fyrir. Einn þingmanna Pírata var fulltrúi Íslands á þessari herlegu samkomu. Nú myndu einhverjir halda, í ljósi harðrar afstöðu Pírata gegn ræðuhöldum Piu á Íslandi, að Píratinn myndi neita að taka þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn. Reyndar væri jafnvel ríkari ástæða til mótmæla, því í Danmörku búa fórnarlömb málflutnings Piu. Að minnsta kosti væri nauðsynlegt fyrir Píratann okkar að gæta lágmarks samræmis í afstöðu sinni. Líklegast er að Píratarnir hafi ekki lesið dagskrána, ekki frekar en síðast. En nú var ekkert svigrúm til fundahalda, Píratinn okkar sest í sætið sitt með fangið fullt af snittum og allt í einu birtist Pía á sviðinu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Góð ráð dýr. En svo blessunarlega vildi til að Pia talaði á dönsku. Þrátt fyrir danskt eftirnafn Píratans okkar þá sagði hún aðspurð að í raun hefði þetta allt verið í lagi, því hún skildi ekki dönsku. Og þar með samviskan hrein.