Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2018 20:15 Kimi kom fyrstur í mark í kvöld. vísir/getty Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark. Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen. Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn. Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton. Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton. Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark. Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen. Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn. Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton. Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton.
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira