Dagur Sameinuðu þjóðanna: Við gefumst aldrei upp! Heimsljós kynnir 24. október 2018 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Antoníó Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur alla starfsmenn samtakanna að gefast aldrei upp í viðleitni sinni til að hrinda hugsjónum samtakanna í framkvæmd. Guterres viðhefur þessi ummæli í ávarpi í tilefni dagsins, Degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október. Þann dag árið 1945 gekk sáttmáli samtakanna í gildi. Í ávarpi sínu segir Antónío Guterres: „Dagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn á afmælisdegi stofnskrár okkar. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna er tímamótaskjal þar sem teknar eru saman vonir, draumar og óskir „okkar, hinna Sameinuðu þjóða.“ Á hverjum degi leitast karlar og konur Sameinuðu þjóðanna við að gefa sáttmálanum áþreifanlegt inntak. Þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti, gefumst við aldrei upp. Sárasta fátækt er á undanhaldi en við horfum upp á vaxandi ójöfnuð. Samt gefumst við ekki upp, því við vitum að með því að minnka ójöfnuð glæðum við vonir og tækifæri og frið í heiminum.Loftslagsbreytingar gerast hraðar en svo að við náum að spyrna við fótum, en við gefumst ekki upp því við vitum að loftslagsaðgerðir eru eina færa leiðin. Mannréttindi eru víða brotin. En við gefumst ekki upp því við vitum að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn eru frumforsendur friðar. Átökum fjölgar – fólk líður þjáningar. En við gefumst ekki upp því við vitum að hver karl, kona og barn á skilið að lifa í friði. Við skulum endurnýja heit okkar á degi Sameinuðu þjóðanna. Að endurheimta glatað traust. Að græða sár jarðar. Að skilja engan eftir. Að viðhalda virðingu allra, sem sameinaðar þjóðir.”(þýðing: UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna)‘Never give up’: UN chief urges all who serve, marking UN DayÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur alla starfsmenn samtakanna að gefast aldrei upp í viðleitni sinni til að hrinda hugsjónum samtakanna í framkvæmd. Guterres viðhefur þessi ummæli í ávarpi í tilefni dagsins, Degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október. Þann dag árið 1945 gekk sáttmáli samtakanna í gildi. Í ávarpi sínu segir Antónío Guterres: „Dagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn á afmælisdegi stofnskrár okkar. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna er tímamótaskjal þar sem teknar eru saman vonir, draumar og óskir „okkar, hinna Sameinuðu þjóða.“ Á hverjum degi leitast karlar og konur Sameinuðu þjóðanna við að gefa sáttmálanum áþreifanlegt inntak. Þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti, gefumst við aldrei upp. Sárasta fátækt er á undanhaldi en við horfum upp á vaxandi ójöfnuð. Samt gefumst við ekki upp, því við vitum að með því að minnka ójöfnuð glæðum við vonir og tækifæri og frið í heiminum.Loftslagsbreytingar gerast hraðar en svo að við náum að spyrna við fótum, en við gefumst ekki upp því við vitum að loftslagsaðgerðir eru eina færa leiðin. Mannréttindi eru víða brotin. En við gefumst ekki upp því við vitum að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn eru frumforsendur friðar. Átökum fjölgar – fólk líður þjáningar. En við gefumst ekki upp því við vitum að hver karl, kona og barn á skilið að lifa í friði. Við skulum endurnýja heit okkar á degi Sameinuðu þjóðanna. Að endurheimta glatað traust. Að græða sár jarðar. Að skilja engan eftir. Að viðhalda virðingu allra, sem sameinaðar þjóðir.”(þýðing: UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna)‘Never give up’: UN chief urges all who serve, marking UN DayÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent