Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2018 10:44 Rjúpnaveiðar byrja á morgun Það bíða eflaust margir eftir því að ganga á fjöll um helgina í leit að rjúpu en á morgun föstudag hefst veiðin. Það er sama fyrirkomulag og hefur verið undanfarin ár að það er veitt fjórar helgar frá föstudegi til laugardags en rjúpnaskyttur hafa nokkuð lengi verið ósáttir við þetta fyrirkomulag. Menn hafa bent á að þetta gerir það að verkum að oft sé verið að fara af stað í slæmum skilyrðum og eins þá staðreynd að ekki hefur verið sýnt fram á að veiðar skipti nokkru máli varðandi stærð stofnsins svo einhverju nemi. Það hefur verið mikil umræða um rjúpnaveiðar og það lítur ekki út fyrir að aðilar máls séu sammála um hvaða aðferðarfræði væri best til að gæta öryggis veiðimanna sem og að gæta þess að stofninn sé áfram sjálfbær. Við hvetjum þá sem ætla að ganga til rjúpna að gæta að því að vera vel búnir, láta vita af ferðum sínum og fari ekki af stað sé slæmt veður. Nokkrir hlutir sem þú þarft að hafa með eru t.d. GPS tæki, sími og neyðarljós. Það er alltaf mikil umferð af veiðimönnum fyrstu helgina og margir af þeim sem ganga ná því sem þeir þurfa á fyrstu helginni og leggja svo byssunni og telja niður til jólanna. Mest lesið Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður Veiði 30 punda lax á land á Nesi Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði
Það bíða eflaust margir eftir því að ganga á fjöll um helgina í leit að rjúpu en á morgun föstudag hefst veiðin. Það er sama fyrirkomulag og hefur verið undanfarin ár að það er veitt fjórar helgar frá föstudegi til laugardags en rjúpnaskyttur hafa nokkuð lengi verið ósáttir við þetta fyrirkomulag. Menn hafa bent á að þetta gerir það að verkum að oft sé verið að fara af stað í slæmum skilyrðum og eins þá staðreynd að ekki hefur verið sýnt fram á að veiðar skipti nokkru máli varðandi stærð stofnsins svo einhverju nemi. Það hefur verið mikil umræða um rjúpnaveiðar og það lítur ekki út fyrir að aðilar máls séu sammála um hvaða aðferðarfræði væri best til að gæta öryggis veiðimanna sem og að gæta þess að stofninn sé áfram sjálfbær. Við hvetjum þá sem ætla að ganga til rjúpna að gæta að því að vera vel búnir, láta vita af ferðum sínum og fari ekki af stað sé slæmt veður. Nokkrir hlutir sem þú þarft að hafa með eru t.d. GPS tæki, sími og neyðarljós. Það er alltaf mikil umferð af veiðimönnum fyrstu helgina og margir af þeim sem ganga ná því sem þeir þurfa á fyrstu helginni og leggja svo byssunni og telja niður til jólanna.
Mest lesið Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður Veiði 30 punda lax á land á Nesi Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði