Lewis Hamilton er heimsmeistari í Formúlu 1 í fimmta skipti á ferlinum eftir að hafa komið fjórði í mark í Mexíkó kappakstrinum.
Hamilton þurfti að vera einn af sjö efstu í Mexíkó kappakstrinum sem fór fram í kvöld en eftir tímatökuna var hann fjórði.
Englendingurinn hélt sér í kringum það og kom svo fjórði í mark en þetta er fimmti heimsmeistaratitill hans. Einungis Juan Manuel Fangio hefur einnig unnið fimm heimsmeistaratitla.
Hinn ungi og bráðefnilegi Max Verstappen kom fyrstur í mark en næstur kom Þjóðverjinn Sebastian Vettel frá Ferrari.
Ferrari tók einnig bronsið en Kimi Raikkonen, gamla kempan, var í þriðja sætinu en hann endar tímabilið vel. Hann vann síðustu keppni í Bandaríkjunum.
Hamilton heimsmeistari í fimmta sinn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn


„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn