Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik á öðru stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Fer mótið fram á Plantation Golf and Country Club í bænum Venice og eru 195 kylfingar skráðir til leiks en efstu 25 kylfingarnir komast á lokastigið.
Er þetta þriðja árið í röð sem Valdís reynir að komast inn á LPGA-mótaröðina og í fyrsta sinn sem hún keppir á öðru stigi. Hefur hún leikið á Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims, á undanförnum árum með góðum árangri en reynir nú að komast inn á þá sterkustu.
Valdís hefur eytt undanförnum vikum í Bandaríkjunum til að undirbúa mótið og ekki tekið þátt í mótum á Evrópumótaröðinni enda hefur hún þegar tryggt sér þátttökurétt á næsta ári.
Komist Valdís áfram fær hún þátttökurétt í þriðja og síðasta úrtökumótinu sem fram fer í lok mánaðar þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun sömuleiðis reyna að endurnýja þátttökurétt sinn.
Valdís Þóra reynir við LPGA- mótaröðina
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



