Alþjóðabankinn hvetur til aukinnar fjárfestingar í menntun og heilsu Heimsljós kynnir 15. október 2018 09:30 Mikilvægi mannauðs, nýsköpunar og tækniframfara voru meginstef á nýafstöðnum ársfundi Alþjóðabankans sem fram fór á Balí, Indónesíu. Kynnti forseti bankans nýja vísitölu sem ætlað er að mæla framtíðarhorfur mannauðs í einstökum löndum. Vísitalan er liður í nýjum áherslum bankans sem ætlað er að hvetja til aukinna fjárfestinga á sviði heilbrigðismála og menntunar í þágu aukins jöfnuðar og hagvaxtar. Vísitalan nær til 157 ríkja og mælir þætti sem varða menntun, heilsu og næringu barna. Hverju ríki er gefið gildi sem fellur milli 0 og 1. Singapúr trónir á toppi listans með gildið 0,88 en Ísland er í 33. sæti með gildi upp á 0,74. Tvíhliða samstarfslönd Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, eru í 125. og 137. sæti listans. Er vísitölunni ætlað að segja til um framtíðarhorfur ríkja með því að horfa til framtíðarvinnuaflsins, barnanna. Fullt hús, þ.e. gildið 1, mundi þýða að barn sem fæddist í dag gæti búist við að verða heilbrigður einstaklingur og lifa að lágmarki til sextugs, og fengi fjórtán ára gæðamenntun. Samkvæmt bankanum þýðir vísitalan að í ríki sem fær gildið 0,7 í mannauðsvísitölunni, eru framtíðarmöguleikar barns sem fæðist í dag um 30% minni en ef að það fengi notið fullra tækifæra hvað varðar menntun og heilsu. Til að mæla þetta er m.a. horft til niðurstöðu PISA-kannana til að mæla gæði náms, meðallengdar skólagöngu og tíðni vaxtarhömlunar fyrir fimm ára aldur. Vaxtarhömlun háir næstum fjórðungi barna í heiminum í dag og er tíðnin notuð sem mælikvarði á heilsu barna, hversu vel þau verða í stakk búin til að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði, og hvort þau hafi grunn til að læra lífið á enda. Frekar má kynna sér mannauðsvísitöluna hér.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Mikilvægi mannauðs, nýsköpunar og tækniframfara voru meginstef á nýafstöðnum ársfundi Alþjóðabankans sem fram fór á Balí, Indónesíu. Kynnti forseti bankans nýja vísitölu sem ætlað er að mæla framtíðarhorfur mannauðs í einstökum löndum. Vísitalan er liður í nýjum áherslum bankans sem ætlað er að hvetja til aukinna fjárfestinga á sviði heilbrigðismála og menntunar í þágu aukins jöfnuðar og hagvaxtar. Vísitalan nær til 157 ríkja og mælir þætti sem varða menntun, heilsu og næringu barna. Hverju ríki er gefið gildi sem fellur milli 0 og 1. Singapúr trónir á toppi listans með gildið 0,88 en Ísland er í 33. sæti með gildi upp á 0,74. Tvíhliða samstarfslönd Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, eru í 125. og 137. sæti listans. Er vísitölunni ætlað að segja til um framtíðarhorfur ríkja með því að horfa til framtíðarvinnuaflsins, barnanna. Fullt hús, þ.e. gildið 1, mundi þýða að barn sem fæddist í dag gæti búist við að verða heilbrigður einstaklingur og lifa að lágmarki til sextugs, og fengi fjórtán ára gæðamenntun. Samkvæmt bankanum þýðir vísitalan að í ríki sem fær gildið 0,7 í mannauðsvísitölunni, eru framtíðarmöguleikar barns sem fæðist í dag um 30% minni en ef að það fengi notið fullra tækifæra hvað varðar menntun og heilsu. Til að mæla þetta er m.a. horft til niðurstöðu PISA-kannana til að mæla gæði náms, meðallengdar skólagöngu og tíðni vaxtarhömlunar fyrir fimm ára aldur. Vaxtarhömlun háir næstum fjórðungi barna í heiminum í dag og er tíðnin notuð sem mælikvarði á heilsu barna, hversu vel þau verða í stakk búin til að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði, og hvort þau hafi grunn til að læra lífið á enda. Frekar má kynna sér mannauðsvísitöluna hér.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent