Handbolti

Le Kock Hætt'essu: Ömurlegar sendingar og þjálfari í boltaleit

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, þurfti að sækja boltann inn undir stúkuna á Nesinu.
Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, þurfti að sækja boltann inn undir stúkuna á Nesinu. vísir
Þrátt fyrir að þrjá leiki vantaði upp á Seinni bylgjunni í gær vegna þátttöku íslensku liðanna í Evrópukeppni var af nógu að taka í Hætt'essu, liðnum þar sem að allt það fyndnasta og skrítnasta er tekið saman.

Ömurlegar sendingar voru áberandi um helgina eins og í leik Stjörnunnar og KA þar sem að fyrstu þrjár sóknir leiksins komust allar í Hætt'essu að þessu sinni.

Einnig var mjög skondið þegar að Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, þurfti að sækja boltann inn undir ókláraða áhorfendabekkina á Seltjarnarnesinu og biðja um að stöðva tímann því boltinn var fastur.

Hér að neðan má sjá Hætt'essu 5. umferðar í boði Le Kock.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×