Snjókorn falla Haukur Örn Birgisson skrifar 16. október 2018 08:00 Það er eitthvað mikið að í vestrænu háskólasamfélagi og ástæða er til að hafa áhyggjur af framtíð nemenda, sem að lokum þurfa að takast á við harðan raunveruleikann. Í bandarískum háskólum er viðkvæmni nemenda og meðvirkni skólayfirvalda orðin slík að settir hafa verið upp sérstakir griðastaðir nemenda (e. safe spaces) þar sem nemendur eiga að geta komið saman og notið verndar fyrir orðum og hugmyndum sem kunna að valda þeim óþægindum (nei, ég er ekki að grínast). Þá er kennurum gert að vara nemendur við, í upphafi annar, ef námsefnið gæti valdið óþægindum og kallað fram sterkt tilfinningaleg viðbrögð (e. trigger warnings). Sú aðferðafræði að umgangast nemendur eins og viðkvæm snjókorn er ekki endilega heppilegur undirbúningur fyrir lífið. Afleiðing þessa rétttrúnaðarskrípaleiks er sú að fjöldi háskólakennara hefur ýmist þurft að segja upp störfum eða verið látinn taka poka sinn í kjölfar mótmæla og kröfugerða ýmissa nemendahópa sem telja kennarana hafa gengið á sinn hlut. Nemendurnir segjast ekki treysta sér til að mæta í tíma eða þreyta próf hjá kennurum sem hafa skoðanir sem ekki eru þeim að skapi. Það sem meira er, þá telja nemendurnir þetta til réttinda sinna. Þegar ummæli kennaranna þykja móðgandi eða særandi er gjarnan notast við hugtakið hatursorðræða. Því miður hefur hugtakið verið verulega gengisfellt á síðustu árum. Rétturinn til að móðgast ekki virðist nú teljast til mannréttinda. Sókrates benti á mikilvægi þess að ögra nemendum, því þannig lærðu þeir gagnrýna hugsun. Ef viðkvæmni háskólanemenda er orðin fyrirstaða orðaskipta og rökræðu og háskólarnir eru farnir að viðurkenna að nemendur geti ekkert lært af kennurum sem þeim líkar ekki við eða eru ósammála, þá erum við á hættulegri braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Það er eitthvað mikið að í vestrænu háskólasamfélagi og ástæða er til að hafa áhyggjur af framtíð nemenda, sem að lokum þurfa að takast á við harðan raunveruleikann. Í bandarískum háskólum er viðkvæmni nemenda og meðvirkni skólayfirvalda orðin slík að settir hafa verið upp sérstakir griðastaðir nemenda (e. safe spaces) þar sem nemendur eiga að geta komið saman og notið verndar fyrir orðum og hugmyndum sem kunna að valda þeim óþægindum (nei, ég er ekki að grínast). Þá er kennurum gert að vara nemendur við, í upphafi annar, ef námsefnið gæti valdið óþægindum og kallað fram sterkt tilfinningaleg viðbrögð (e. trigger warnings). Sú aðferðafræði að umgangast nemendur eins og viðkvæm snjókorn er ekki endilega heppilegur undirbúningur fyrir lífið. Afleiðing þessa rétttrúnaðarskrípaleiks er sú að fjöldi háskólakennara hefur ýmist þurft að segja upp störfum eða verið látinn taka poka sinn í kjölfar mótmæla og kröfugerða ýmissa nemendahópa sem telja kennarana hafa gengið á sinn hlut. Nemendurnir segjast ekki treysta sér til að mæta í tíma eða þreyta próf hjá kennurum sem hafa skoðanir sem ekki eru þeim að skapi. Það sem meira er, þá telja nemendurnir þetta til réttinda sinna. Þegar ummæli kennaranna þykja móðgandi eða særandi er gjarnan notast við hugtakið hatursorðræða. Því miður hefur hugtakið verið verulega gengisfellt á síðustu árum. Rétturinn til að móðgast ekki virðist nú teljast til mannréttinda. Sókrates benti á mikilvægi þess að ögra nemendum, því þannig lærðu þeir gagnrýna hugsun. Ef viðkvæmni háskólanemenda er orðin fyrirstaða orðaskipta og rökræðu og háskólarnir eru farnir að viðurkenna að nemendur geti ekkert lært af kennurum sem þeim líkar ekki við eða eru ósammála, þá erum við á hættulegri braut.