Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. október 2018 07:00 Kristinn gagnrýnir meðferð Ekvadors á Assange. vísir/epa WikiLeaks birti á föstudag sína fyrstu umfjöllun frá því að blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson tók við ritstjórn á þeim bænum. Í samtali við Fréttablaðið segir Kristinn að það hafi verið mjög áhugavert. Um var að ræða niðurstöður leynilegs gerðardómstóls í París og var snert á vopnaviðskiptum og spillingu „sem virðist nánast alltaf viðloðandi slík viðskipti“, að því er Kristinn segir frá. Verkefnið var unnið í samstarfi við Der Spiegel í Þýskalandi, La Repubblica á Ítalíu og Mediapart í Frakklandi. Twitter-síða WikiLeaks greindi frá því á miðvikudaginn að Julian Assange, stofnandi samtakanna, hefði skipað Kristin nýjan ritstjóra. Að sögn Kristins kom það til í ljósi þess að skorið var á öll samskipti Assange við umheiminn í mars. Gestakomur voru bannaðar og lokað var á síma og nettengingu. Það skýrist af stjórnarskiptum í Ekvador. Að sögn Kristins standa viðræður nú yfir og hafa lögfræðingar Assange komið því á framfæri við stjórnvöld að þeim þyki ástandið ótækt. Um sé að ræða brot gegn stjórnarskrá Ekvadors. „En það hefur ekki leitt til jákvæðrar niðurstöðu enn.“ Kristinn hóf störf fyrir WikiLeaks árið 2010 en dró sig í hlé árið 2016. Gegndi hann meðal annars starfi talsmanns samtakanna. „Ég hef engu að síður haldið áfram síðan þá með ýmis verkefni. Meðal annars því að fylgja eftir dómsmálum sem ætla engan endi að taka hér á Íslandi gagnvart Valitor. En nú sér fyrir endann á því. Það verður tekið fyrir í málflutningi nú í desember.“ Undanfarin misseri, eða allt frá því WikiLeaks birti tölvupósta innherja úr bandaríska Demókrataflokknum fyrir forsetakosningarnar 2016, hefur því verið haldið fram að samtökin hafi fengið póstana frá rússneskum leyniþjónustuhökkurum og eigi í einhverju sambandi við rússnesk stjórnvöld. Kristinn segir sína sýn á þetta mál einfalda. Hann viti ekkert um uppruna skjalanna enda var hann ekki sjálfur við störf á þeim tíma. „Það breytir því ekki að Julian hefur sagt sjálfur að heimildin sé hvorki rússnesk né ríkisstofnun. Hvernig sem það var þá breytir það því ekki að það berast gögn til samtakanna sem þau svo vinna úr eins og hver annar fjölmiðill. Skoðar þau og metur hvort það sé í almannaþágu að birta þau. Við jákvæða niðurstöðu eru þau birt. Þetta er ekki flókið mál,“ segir Kristinn og bætir því við að uppruni skjalanna skipti ekki máli. Íslenskir hæstaréttardómar hafi fallið máli hans til stuðnings. Þá gagnrýnir Kristinn það að Demókratar hafi ákveðið að höfða einkamál í Bandaríkjunum gegn meðal annars WikiLeaks og segir það sýndaraðgerð. „Það er með ólíkindum að það sé Demókrataflokkurinn sem gerir með þessu eina alvarlegustu aðförina að fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar í áratugi. Það hefur farið um ansi marga. Meðal annars hafa prófessorar sem hafa sérhæft sig í fjölmiðlarétti tjáð sig um það að þetta sé gríðarlega alvarlegt,“ segir Kristinn en viðaukinn fjallar meðal annars um fjölmiðlafrelsi. Að mati Kristins er með þessu verið að höggva nærri hinum hefðbundnu fjölmiðlum. Enginn munur sé á WikiLeaks og til dæmis New York Times hvað þetta varðar. „Við skulum ekki gleyma því heldur að líklega er ein mesta lekamaskína í bandarísku samfélagi stjórnvöld sjálf í Washington. Þau stunda það grimmt að leka kerfisbundið upplýsingum sem þau telja að sé þeim til hagsbóta að birtist,“ segir Kristinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar WikiLeaks Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
WikiLeaks birti á föstudag sína fyrstu umfjöllun frá því að blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson tók við ritstjórn á þeim bænum. Í samtali við Fréttablaðið segir Kristinn að það hafi verið mjög áhugavert. Um var að ræða niðurstöður leynilegs gerðardómstóls í París og var snert á vopnaviðskiptum og spillingu „sem virðist nánast alltaf viðloðandi slík viðskipti“, að því er Kristinn segir frá. Verkefnið var unnið í samstarfi við Der Spiegel í Þýskalandi, La Repubblica á Ítalíu og Mediapart í Frakklandi. Twitter-síða WikiLeaks greindi frá því á miðvikudaginn að Julian Assange, stofnandi samtakanna, hefði skipað Kristin nýjan ritstjóra. Að sögn Kristins kom það til í ljósi þess að skorið var á öll samskipti Assange við umheiminn í mars. Gestakomur voru bannaðar og lokað var á síma og nettengingu. Það skýrist af stjórnarskiptum í Ekvador. Að sögn Kristins standa viðræður nú yfir og hafa lögfræðingar Assange komið því á framfæri við stjórnvöld að þeim þyki ástandið ótækt. Um sé að ræða brot gegn stjórnarskrá Ekvadors. „En það hefur ekki leitt til jákvæðrar niðurstöðu enn.“ Kristinn hóf störf fyrir WikiLeaks árið 2010 en dró sig í hlé árið 2016. Gegndi hann meðal annars starfi talsmanns samtakanna. „Ég hef engu að síður haldið áfram síðan þá með ýmis verkefni. Meðal annars því að fylgja eftir dómsmálum sem ætla engan endi að taka hér á Íslandi gagnvart Valitor. En nú sér fyrir endann á því. Það verður tekið fyrir í málflutningi nú í desember.“ Undanfarin misseri, eða allt frá því WikiLeaks birti tölvupósta innherja úr bandaríska Demókrataflokknum fyrir forsetakosningarnar 2016, hefur því verið haldið fram að samtökin hafi fengið póstana frá rússneskum leyniþjónustuhökkurum og eigi í einhverju sambandi við rússnesk stjórnvöld. Kristinn segir sína sýn á þetta mál einfalda. Hann viti ekkert um uppruna skjalanna enda var hann ekki sjálfur við störf á þeim tíma. „Það breytir því ekki að Julian hefur sagt sjálfur að heimildin sé hvorki rússnesk né ríkisstofnun. Hvernig sem það var þá breytir það því ekki að það berast gögn til samtakanna sem þau svo vinna úr eins og hver annar fjölmiðill. Skoðar þau og metur hvort það sé í almannaþágu að birta þau. Við jákvæða niðurstöðu eru þau birt. Þetta er ekki flókið mál,“ segir Kristinn og bætir því við að uppruni skjalanna skipti ekki máli. Íslenskir hæstaréttardómar hafi fallið máli hans til stuðnings. Þá gagnrýnir Kristinn það að Demókratar hafi ákveðið að höfða einkamál í Bandaríkjunum gegn meðal annars WikiLeaks og segir það sýndaraðgerð. „Það er með ólíkindum að það sé Demókrataflokkurinn sem gerir með þessu eina alvarlegustu aðförina að fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar í áratugi. Það hefur farið um ansi marga. Meðal annars hafa prófessorar sem hafa sérhæft sig í fjölmiðlarétti tjáð sig um það að þetta sé gríðarlega alvarlegt,“ segir Kristinn en viðaukinn fjallar meðal annars um fjölmiðlafrelsi. Að mati Kristins er með þessu verið að höggva nærri hinum hefðbundnu fjölmiðlum. Enginn munur sé á WikiLeaks og til dæmis New York Times hvað þetta varðar. „Við skulum ekki gleyma því heldur að líklega er ein mesta lekamaskína í bandarísku samfélagi stjórnvöld sjálf í Washington. Þau stunda það grimmt að leka kerfisbundið upplýsingum sem þau telja að sé þeim til hagsbóta að birtist,“ segir Kristinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar WikiLeaks Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53
Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26