Uppgjör: Bottas gaf Hamilton sigurinn í Sochi Bragi Þórðarson skrifar 1. október 2018 19:45 Það getur verið erfitt að vera ökumaður númer tvö, stundum þarf að fórna eigin velgengni fyrir liðsfélagann vísir/getty Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram. Formúla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram.
Formúla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti