Skóli í Aleppó opnaður á ný eftir aðstoð Íslendinga Heimsljós kynnir 3. september 2018 09:00 Endurbyggði skólinn í Aleppó. SOS Barnaþorpin á Íslandi Á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi segir að þær gleðifréttir hafi borist í síðustu viku að búið væri að opna á ný Al Thawra grunnskólann í Aleppó í Sýrlandi sem endurbyggður var fyrir fjármagn frá íslenskum styrktaraðilum. Kostnaður við endurbygginguna var um 12 milljónir króna og var hann fjármagnaður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með dyggum stuðningi einstaklinga hér á landi sem lögðu verkefninu lið með frjálsum framlögum. Skólinn er í hverfinu Alsukkari en þangað hafa barnafjölskyldur flutt aftur eftir langan tíma á flótta í því hörmungarástandi sem þar hefur verið. Yfir 500 börn eru nú að hefja nám í skólanum sem er öllum börnum opinn, burtséð frá uppruna þeirra, trú eða afstöðu foreldra í stríðinu. Talið er að 50% barna á aldrinum 5-18 ára í austurhluta Aleppó hafi ekki stundað skólagöngu vegna stríðsástandsins.Skólinn fyrir endurbygginguAl Thawra skólinn er einn af mörgum sem hafa verið notaðir sem fangelsi eða skýli og sumir eru hreinlega orðnir að rústum. Ástandið er orðið stöðugra á sumum svæðum í Sýrlandi og yfirvöld vilja byggja samfélagið upp á ný. Fyrir endurbygginguMeðal einstaklinga á Íslandi sem studdu við verkefnið var ónefndur einstaklingur sem gaf eina milljón króna og framlag upp á hálfa milljón króna kom úr minningarsjóði Sigurðar Jónssonar sem lést árið 2015, aðeins 43 ára að aldri. Sigurði þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent
Á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi segir að þær gleðifréttir hafi borist í síðustu viku að búið væri að opna á ný Al Thawra grunnskólann í Aleppó í Sýrlandi sem endurbyggður var fyrir fjármagn frá íslenskum styrktaraðilum. Kostnaður við endurbygginguna var um 12 milljónir króna og var hann fjármagnaður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með dyggum stuðningi einstaklinga hér á landi sem lögðu verkefninu lið með frjálsum framlögum. Skólinn er í hverfinu Alsukkari en þangað hafa barnafjölskyldur flutt aftur eftir langan tíma á flótta í því hörmungarástandi sem þar hefur verið. Yfir 500 börn eru nú að hefja nám í skólanum sem er öllum börnum opinn, burtséð frá uppruna þeirra, trú eða afstöðu foreldra í stríðinu. Talið er að 50% barna á aldrinum 5-18 ára í austurhluta Aleppó hafi ekki stundað skólagöngu vegna stríðsástandsins.Skólinn fyrir endurbygginguAl Thawra skólinn er einn af mörgum sem hafa verið notaðir sem fangelsi eða skýli og sumir eru hreinlega orðnir að rústum. Ástandið er orðið stöðugra á sumum svæðum í Sýrlandi og yfirvöld vilja byggja samfélagið upp á ný. Fyrir endurbygginguMeðal einstaklinga á Íslandi sem studdu við verkefnið var ónefndur einstaklingur sem gaf eina milljón króna og framlag upp á hálfa milljón króna kom úr minningarsjóði Sigurðar Jónssonar sem lést árið 2015, aðeins 43 ára að aldri. Sigurði þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent