Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður.
Hlutafé félagsins var jafnframt aukið um 300 milljónir króna á þessu ári, að því er fram kemur í ársreikningnum, og þá hefur rekstrarlán félagsins upp á 150 milljónir króna, sem var gjaldfallið í lok síðasta árs, verið framlengt til september á næsta ári.
Rekstrartekjur Cintamani námu 757 milljónum króna á síðasta ári og drógust saman um fimmtung frá fyrra ári þegar þær námu 949 milljónum króna. Þá voru rekstrargjöldin 837 milljónir króna í fyrra og lækkuðu um 2,8 prósent á milli ára.
Kristinn Már Gunnarsson á 70 prósenta hlut í framleiðandanum og Frumtak 30 prósenta hlut.
Eins og Markaðurinn greindi frá var félagið sett í söluferli á fyrri hluta síðasta árs en hætt var við söluna.
Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið


Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent