Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 71-79 │Stjarnan byrjaði á útisigri Magnús Einþór Áskelsson í Blue-höllinni skrifar 3. október 2018 21:45 Stjarnan fer vel af stað í deildinni Stjarnan vann stekan sigur á móti Keflavík í Dominosdeild kvenna suður með sjó í kvöld 71-79. Stjarnan byrjaði að krafti í Blue höllinni í kvöld og náði strax upp forskoti. Ekkert gekk upp í sók né vörn hjá heimakonum og staðan erfið eftir fyrsta leikhluta 12-31. Ótrúlegar tölur í Keflavík. Í öðrum leikhluta fóru heimakonur að spila betur. Vörnin varð þéttari og auðveldari körfu fylgdu í kjölfarið. Brittany Dinkins fór að sýna sitt rétta andlit en hún skoraði 16 stig í leikhlutanum, Keflavík náði að minnka muninn niður í fimm stig þegar skammt var eftir en Danielle Rodriguez skoraði flautuþrist um leið og leiktíminn rann út og Stjarnan leiddi því með átta stigum í hálfleik 42-50. Í þriðja leikhluta mættu Stjörnukonur ákveðnar til leiks og fóru aftur að auka muninn og héldu þær heimakonum í þægilegri fjarlægð og leiddu 55-69 fyrir síðasta fjórðunginn. Keflavík kom með síðasta áhlaupið í fjórða leikhluta en það reyndist vera of seint. Stjörnukonur unnu því sætan sigur 71-79 lokatölur.Af hverju vann Stjarnan? Frábær fyrsti leikhluti lagði grunn að sigri Stjörnunnar, Keflavík þurfti alltaf að vera elta og tók það mikla orku frá þeim. Ekki skemmdi fyrir að hittni gestana var frábær. Sér í lagi hjá Maria Palacios sem hitti 7/8 í þriggja stiga skotum.Bestu menn vallarins Danielle Rodriguez var frábær í liði Stjörnunnar og stjórnaði leiknum eins og herforingi en hún endaði leikinn með 36 stig, 8 fráköst og 11 stoðsendingar. Hjá heimakonum var Brittanny Dinkins best en hún skoraði 27 stig.Tölfræði sem vakti athygli Þriggja stiga nýting Keflavíkur var aðeins 16% sem er arfaslakt miðað við allar þær skyttur sem þær eru með.Hvað gekk illa? Leikur Keflavíkur gekk illa, sérstaklega varnarleikurinn.Hvað næst? Keflavík fer í Stykkishólm og leikur á móti Snæfell á meðan Stjarnan fer í Vesturbæinn og etur kappi við nýliða KR. Dominos-deild kvenna
Stjarnan vann stekan sigur á móti Keflavík í Dominosdeild kvenna suður með sjó í kvöld 71-79. Stjarnan byrjaði að krafti í Blue höllinni í kvöld og náði strax upp forskoti. Ekkert gekk upp í sók né vörn hjá heimakonum og staðan erfið eftir fyrsta leikhluta 12-31. Ótrúlegar tölur í Keflavík. Í öðrum leikhluta fóru heimakonur að spila betur. Vörnin varð þéttari og auðveldari körfu fylgdu í kjölfarið. Brittany Dinkins fór að sýna sitt rétta andlit en hún skoraði 16 stig í leikhlutanum, Keflavík náði að minnka muninn niður í fimm stig þegar skammt var eftir en Danielle Rodriguez skoraði flautuþrist um leið og leiktíminn rann út og Stjarnan leiddi því með átta stigum í hálfleik 42-50. Í þriðja leikhluta mættu Stjörnukonur ákveðnar til leiks og fóru aftur að auka muninn og héldu þær heimakonum í þægilegri fjarlægð og leiddu 55-69 fyrir síðasta fjórðunginn. Keflavík kom með síðasta áhlaupið í fjórða leikhluta en það reyndist vera of seint. Stjörnukonur unnu því sætan sigur 71-79 lokatölur.Af hverju vann Stjarnan? Frábær fyrsti leikhluti lagði grunn að sigri Stjörnunnar, Keflavík þurfti alltaf að vera elta og tók það mikla orku frá þeim. Ekki skemmdi fyrir að hittni gestana var frábær. Sér í lagi hjá Maria Palacios sem hitti 7/8 í þriggja stiga skotum.Bestu menn vallarins Danielle Rodriguez var frábær í liði Stjörnunnar og stjórnaði leiknum eins og herforingi en hún endaði leikinn með 36 stig, 8 fráköst og 11 stoðsendingar. Hjá heimakonum var Brittanny Dinkins best en hún skoraði 27 stig.Tölfræði sem vakti athygli Þriggja stiga nýting Keflavíkur var aðeins 16% sem er arfaslakt miðað við allar þær skyttur sem þær eru með.Hvað gekk illa? Leikur Keflavíkur gekk illa, sérstaklega varnarleikurinn.Hvað næst? Keflavík fer í Stykkishólm og leikur á móti Snæfell á meðan Stjarnan fer í Vesturbæinn og etur kappi við nýliða KR.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti