Hlutlaus fræðimaður? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 6. október 2018 10:00 Ýmsir vinstrimenn á Íslandi hafa átt andvökunætur undanfarið vegna skýrslu doktors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um aðgerðir erlendra yfirvalda í bankahruninu. Um margt mjög áhugaverð skýrsla þar sem Hannes reifar ýmsar hliðar bankahrunsins sem hafa hlotið litla athygli hingað til, að hluta til vegna þess að þær passa illa inn í þá sögukenningu að hrunið hafi bara orðið á Íslandi, að Íslendingar væru vitlausari og gráðugri en annað fólk í veröldinni. Viðbrögðin eru fyrirsjáanleg, lítið rætt um efni en hjólað í manninn. En það er merkilegt hvað krafan um pólitískt hlutleysi nær skammt, reyndar bara til hægri manna. Það virðist engu skipta hversu innmúraðir vinstri sinnaðir fræðimenn eru, þeir eru ekki afgreiddir með þeim hætti að verk þeirra verði merkingarlaus vegna stjórnmálaþátttöku þeirra eða skoðana. Þvert á móti fylla þeir spjallþættina sem hlutlausir fræðimenn. Tökum sem dæmi Jón Ólafsson siðfræðing. Hann hefur verið í ýmsu snatti fyrir vinstri flokkana, þiggur nú m.a. greiðslur fyrir setu í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir hönd vinstri flokkanna. Enginn velkist í vafa um pólitískar skoðanir hans, a.m.k. ekki vinstri flokkarnir. Þrátt fyrir þessi augljósu stjórnmálatengsl Jóns er hann gjarnan fenginn til að tjá sig sem hlutlaus fræðimaður um vendingar á sviði stjórnmála. Það var því auðvitað dæmi um hárbeitt pólitískt skopskyn þegar hann var fenginn til að veita ríkisstjórninni ráðgjöf um siðfræði. En spurningin er þessi: Var ekki hægt að finna akademískan siðfræðing sem ekki er tengdur vinstri flokkunum til að ráðleggja ríkisstjórninni. Eða skiptir pólitík bara máli þegar hægrimenn eiga í hlut? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun
Ýmsir vinstrimenn á Íslandi hafa átt andvökunætur undanfarið vegna skýrslu doktors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um aðgerðir erlendra yfirvalda í bankahruninu. Um margt mjög áhugaverð skýrsla þar sem Hannes reifar ýmsar hliðar bankahrunsins sem hafa hlotið litla athygli hingað til, að hluta til vegna þess að þær passa illa inn í þá sögukenningu að hrunið hafi bara orðið á Íslandi, að Íslendingar væru vitlausari og gráðugri en annað fólk í veröldinni. Viðbrögðin eru fyrirsjáanleg, lítið rætt um efni en hjólað í manninn. En það er merkilegt hvað krafan um pólitískt hlutleysi nær skammt, reyndar bara til hægri manna. Það virðist engu skipta hversu innmúraðir vinstri sinnaðir fræðimenn eru, þeir eru ekki afgreiddir með þeim hætti að verk þeirra verði merkingarlaus vegna stjórnmálaþátttöku þeirra eða skoðana. Þvert á móti fylla þeir spjallþættina sem hlutlausir fræðimenn. Tökum sem dæmi Jón Ólafsson siðfræðing. Hann hefur verið í ýmsu snatti fyrir vinstri flokkana, þiggur nú m.a. greiðslur fyrir setu í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir hönd vinstri flokkanna. Enginn velkist í vafa um pólitískar skoðanir hans, a.m.k. ekki vinstri flokkarnir. Þrátt fyrir þessi augljósu stjórnmálatengsl Jóns er hann gjarnan fenginn til að tjá sig sem hlutlaus fræðimaður um vendingar á sviði stjórnmála. Það var því auðvitað dæmi um hárbeitt pólitískt skopskyn þegar hann var fenginn til að veita ríkisstjórninni ráðgjöf um siðfræði. En spurningin er þessi: Var ekki hægt að finna akademískan siðfræðing sem ekki er tengdur vinstri flokkunum til að ráðleggja ríkisstjórninni. Eða skiptir pólitík bara máli þegar hægrimenn eiga í hlut?
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun