Halldór Jóhann: Nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar Arnar Helgi Magnússon skrifar 7. október 2018 21:39 Halldór á hliðarlínunnni fyrr í vetur. vísir/bára „Við gerðum okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik. Mér fannst við vera við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Það var mikill agi en við vorum að klikka svo lítið í byrjun á skotunum,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Við hefðum viljað vera 6-7 mörkum yfir í hálfleik vegna þess að Stjörnuliðið er alltaf hættulegt, þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Við vissum að þeir ætluðu að bíta frá sér og því var þetta bara þeim um skemmtilegra að klára þetta í lokin.” „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar við missum niður forystuna. Við misstum aðeins fæturnar í vörninni og á sama tíma smá óðagot á okkur sóknarlega. Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn.” „Við lendum tveimur mörkum undir á síðustu átta mínútum leiksins og við komum til baka. Þetta mátti ekki tæpara standa. Ég er virkilega sáttur að klára þetta gegn góðu Stjörnuliði.” „Þeir eru búnir að tapa öllum sínum leikjum en þeir voru komnir með alla sína menn til baka í dag og við vissum að þeir yrðu sterkir.” Halldór vill ekki tjá sig um dómgæsluna í leiknum en segir þó að dómgæslan hafi bitnað meira á Stjörnunni heldur en hans liði. Á tímabili í síðari hálfleik voru Stjörnumenn þremur mönnum færri en þrír leikmenn þeirra fengu tveggja mínútna brottvísun á svipuðum tíma. Halldór segir að það hafi kveikt í Stjörnunni: „Já, við skorum þrjú mörk á þessum kafla en síðan missum við það bara aftur niður, við vorum ekki nógu klókir. Ég ætla ekkert að tjá mig um hvernig dómgæslan var en það voru nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar." „Það bitnaði kannski meira á þeim heldur en okkur. Þegar það verða sveiflur í þessu þá verða sveiflur í leiknum." FH heldur nú út til Portúgals þar sem að þeir mæta Benfica í EHF-keppninni. Halldór segist spenntur fyrir þeim viðureignum. „Á föstudaginn fljúgum við til Benfica og spilum þar tvo leiki á móti ógnarsterku liði. Þetta er frábært verkefni fyrir allan hópinn á móti mjög sterku liði. Þeir eru búnir að mæta við sig mjög sterkum leikmönnum frá því í fyrra.” „Þeir eru komnir með makedónískan landsliðsmarkmann og svo frönskum landsliðsmanni. Þeir eru með leikmenn að spila í bestu landsliðum í heimi. Það verður gaman að mæla sig við þessi lið,” sagði Halldór Jóhann í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Reykjavíkurslagur og bikarúrslitin í boði Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik. Mér fannst við vera við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega. Það var mikill agi en við vorum að klikka svo lítið í byrjun á skotunum,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Við hefðum viljað vera 6-7 mörkum yfir í hálfleik vegna þess að Stjörnuliðið er alltaf hættulegt, þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Við vissum að þeir ætluðu að bíta frá sér og því var þetta bara þeim um skemmtilegra að klára þetta í lokin.” „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar við missum niður forystuna. Við misstum aðeins fæturnar í vörninni og á sama tíma smá óðagot á okkur sóknarlega. Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn.” „Við lendum tveimur mörkum undir á síðustu átta mínútum leiksins og við komum til baka. Þetta mátti ekki tæpara standa. Ég er virkilega sáttur að klára þetta gegn góðu Stjörnuliði.” „Þeir eru búnir að tapa öllum sínum leikjum en þeir voru komnir með alla sína menn til baka í dag og við vissum að þeir yrðu sterkir.” Halldór vill ekki tjá sig um dómgæsluna í leiknum en segir þó að dómgæslan hafi bitnað meira á Stjörnunni heldur en hans liði. Á tímabili í síðari hálfleik voru Stjörnumenn þremur mönnum færri en þrír leikmenn þeirra fengu tveggja mínútna brottvísun á svipuðum tíma. Halldór segir að það hafi kveikt í Stjörnunni: „Já, við skorum þrjú mörk á þessum kafla en síðan missum við það bara aftur niður, við vorum ekki nógu klókir. Ég ætla ekkert að tjá mig um hvernig dómgæslan var en það voru nokkrar ákvarðanir alveg glórulausar." „Það bitnaði kannski meira á þeim heldur en okkur. Þegar það verða sveiflur í þessu þá verða sveiflur í leiknum." FH heldur nú út til Portúgals þar sem að þeir mæta Benfica í EHF-keppninni. Halldór segist spenntur fyrir þeim viðureignum. „Á föstudaginn fljúgum við til Benfica og spilum þar tvo leiki á móti ógnarsterku liði. Þetta er frábært verkefni fyrir allan hópinn á móti mjög sterku liði. Þeir eru búnir að mæta við sig mjög sterkum leikmönnum frá því í fyrra.” „Þeir eru komnir með makedónískan landsliðsmarkmann og svo frönskum landsliðsmanni. Þeir eru með leikmenn að spila í bestu landsliðum í heimi. Það verður gaman að mæla sig við þessi lið,” sagði Halldór Jóhann í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Reykjavíkurslagur og bikarúrslitin í boði Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira