Fá kannski vínarbrauð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. september 2018 07:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að afmælið verði haldið hátíðlegt á næsta ári. fréttablaðið/Ernir Það eru engin hátíðarhöld skipulögð í tilefni dagsins á morgun, annað en að kannski fá starfsmenn köku eða vínarbrauð í boði framkvæmdastjórans,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins sem stofnuð voru þennan dag, 24. september, árið 1993 og eiga því 25 ára afmæli. Samtökin sjálf miða þó afmælisdag sinn við árið 1994 að sögn Guðrúnar því þá hófst í raun sameiginleg starfsemi þeirra félaga sem sameinuðust þennan dag í september fyrir 25 árum. Þá sameinuðust sex helstu samtök iðnaðar; Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Verktakasamband Íslands, Samband málm- og skipasmiða og Meistara- og verktakasamband byggingamanna. Þau tóku síðan formlega til starfa um áramótin 1993/1994. Höfuðmarkmið hinna nýju samtaka var að auka áhrif iðnaðar í þjóðfélaginu, vinna að bættum starfsskilyrðum, hvetja til hagkvæmni í rekstri og leggja áherslu á markvissa vöruþróun, markaðsstarfsemi og menntamál. Innan Samtaka iðnaðarins eru nú um 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun þess eru samtökin því orðin stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Vegna þess að við miðum afmælið í reynd við árið 1994 þá verður mikið um gleðihöld og dýrðir á næsta ári. Við munum helga það afmælinu okkar og gera því auðvitað greinargóð skil, sérstaklega á iðnþingi í mars næstkomandi. En við munum ekki gera neitt sérstakt í tilefni dagsins í dag,“ segir Guðrún sem sjálf var stödd á ferðalagi á Ítalíu þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún verður því fjarri góðu gamni á stofnafmælisdaginn en kveðst létt í bragði vona að starfsfólkið á skrifstofunni geri sér þó dagamun og fái í það minnsta köku eða bakkelsi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skorast væntanlega ekki undan því og kemur færandi hendi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Það eru engin hátíðarhöld skipulögð í tilefni dagsins á morgun, annað en að kannski fá starfsmenn köku eða vínarbrauð í boði framkvæmdastjórans,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins sem stofnuð voru þennan dag, 24. september, árið 1993 og eiga því 25 ára afmæli. Samtökin sjálf miða þó afmælisdag sinn við árið 1994 að sögn Guðrúnar því þá hófst í raun sameiginleg starfsemi þeirra félaga sem sameinuðust þennan dag í september fyrir 25 árum. Þá sameinuðust sex helstu samtök iðnaðar; Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Verktakasamband Íslands, Samband málm- og skipasmiða og Meistara- og verktakasamband byggingamanna. Þau tóku síðan formlega til starfa um áramótin 1993/1994. Höfuðmarkmið hinna nýju samtaka var að auka áhrif iðnaðar í þjóðfélaginu, vinna að bættum starfsskilyrðum, hvetja til hagkvæmni í rekstri og leggja áherslu á markvissa vöruþróun, markaðsstarfsemi og menntamál. Innan Samtaka iðnaðarins eru nú um 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun þess eru samtökin því orðin stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Vegna þess að við miðum afmælið í reynd við árið 1994 þá verður mikið um gleðihöld og dýrðir á næsta ári. Við munum helga það afmælinu okkar og gera því auðvitað greinargóð skil, sérstaklega á iðnþingi í mars næstkomandi. En við munum ekki gera neitt sérstakt í tilefni dagsins í dag,“ segir Guðrún sem sjálf var stödd á ferðalagi á Ítalíu þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún verður því fjarri góðu gamni á stofnafmælisdaginn en kveðst létt í bragði vona að starfsfólkið á skrifstofunni geri sér þó dagamun og fái í það minnsta köku eða bakkelsi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skorast væntanlega ekki undan því og kemur færandi hendi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira