Giovinazzi til Sauber á kostnað Ericsson Bragi Þórðarson skrifar 26. september 2018 16:00 Giovinazzi fær sénsinn með Sauber á næsta ári vísir/getty Hinn 24 ára Antonio Giovinazzi mun keyra fyrir lið Sauber í Formúlu 1 á næsta tímabili. Hann mun aka með reynsluboltanum Kimi Raikkonen. Þetta þýðir að Marcus Ericsson mun missa sæti sitt í Formúlu 1 en hann mun verða þriðji ökumaður Sauber liðsins árið 2019. Giovinazzi er í Ferrari akademíunni fyrir unga ökumenn og sannar ráðningin samstarfið milli Ferrari og Sauber, en svissneska liðið hefur notast við Ferrari vélar undanfarin 8 ár. Gengið hefur mun betur hjá Ferrari að gefa sínum ungu ökumönnum sæti í Formúlu 1 heldur en hjá Mercedes. Giovinazzi verður þó ekki að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni á næsta ári. Ítalinn keppti tvær keppnir í Formúlu 1 árið 2017 er hann hljóp í skarðið fyrir Pascal Wehrlein hjá Sauber. „Þetta er algjör heiður,“ hafði Giovinazzi að segja um ráðninguna. Sérstaklega er Ítalinn hrifinn af því að fá tækifæri á að vinna með Kimi Raikkonen. 14 ára aldursmunur er á þessum verðandi liðsfélugum, því verður athyglisvert að fylgjast með Sauber liðinu á næsta tímabili. Formúla Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hinn 24 ára Antonio Giovinazzi mun keyra fyrir lið Sauber í Formúlu 1 á næsta tímabili. Hann mun aka með reynsluboltanum Kimi Raikkonen. Þetta þýðir að Marcus Ericsson mun missa sæti sitt í Formúlu 1 en hann mun verða þriðji ökumaður Sauber liðsins árið 2019. Giovinazzi er í Ferrari akademíunni fyrir unga ökumenn og sannar ráðningin samstarfið milli Ferrari og Sauber, en svissneska liðið hefur notast við Ferrari vélar undanfarin 8 ár. Gengið hefur mun betur hjá Ferrari að gefa sínum ungu ökumönnum sæti í Formúlu 1 heldur en hjá Mercedes. Giovinazzi verður þó ekki að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni á næsta ári. Ítalinn keppti tvær keppnir í Formúlu 1 árið 2017 er hann hljóp í skarðið fyrir Pascal Wehrlein hjá Sauber. „Þetta er algjör heiður,“ hafði Giovinazzi að segja um ráðninguna. Sérstaklega er Ítalinn hrifinn af því að fá tækifæri á að vinna með Kimi Raikkonen. 14 ára aldursmunur er á þessum verðandi liðsfélugum, því verður athyglisvert að fylgjast með Sauber liðinu á næsta tímabili.
Formúla Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira