Fótbolti

VAR í Meistaradeildinni næsta vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
VAR er notað í ítalska boltanum.
VAR er notað í ítalska boltanum. vísir/getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í morgun notkun myndbandsdómara, VAR, í Meistaradeild Evrópu frá og með næstu leiktíð.

UEFA staðfesti einnig að VAR yrði notað á EM 2020 sem og í Evrópudeildinni sama ár. VAR verður einnig til staðar í úrslitum Þjóðadeildarinnar 2021.

VAR var notað á HM síðasta sumar og þótti heilt yfir vera góð reynsla af tækninni þó svo útfærslan þætti ekki alltaf góð.

Notkun myndbandsdómara er því komin ansi víða og til að mynda í spænsku og ítölsku deildinni. Í enska deildabikarnum er stuðst við tæknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×