Valtteri Bottas, Mercedes, verður á rásspól á morgun í rússneska kappakstrinum en hann hafði betur gegn liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton.
Bottas var 0,145 sekúndum á undan heimsmeistaranum sem gerði sig sekan um mistök á tveimur hringjum er lítið var eftir.
Sebastian Vettel, sem berst um heimsmeistaratitilinn við Hamilton, byrjar þriðji á morgun en hann var 0,557 frá Bottas.
Flestir héldu að Hamilton yrði fremstur eftir að hann byrjaði æfingarnar mjög vel en gaf eftir og félagi hans, Bottas, tók rásspólinn.

