Fín veiði í Affallinu Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2018 13:00 Það hefur verið fín veiði í Affallinu í sumar. Mynd: Veida.is Affallið hefur verið mjög gott í sumar en áin er oft einna best þegar líður á tímabilið. Heildarveiðin í Affallinu í fyrra var heldur döpur en þá veiddust aðeins 193 laxar í ánni en núna er hún komin yfir 700 laxa og það er mikill fiskur í henni samkvæmt þeim veiðimönnum sem hafa verið við Affallið nýlega. Affallið er eins og Eystri og Ytri Rangá haldið uppi með seiðasleppingum og virðast heimtur í ár hafa verið sérstaklega góðar. Það er ennþá að ganga lax og núna fer sjóbirtingurinn að sýna sig í ánni líka en neðstu svæðin verða oft ansi lífleg þegar vænir sjóbirtingar kíkja þangað inn. Affallið er mjög vel selt og síðast þegar Veiðivísir kannaði stöðuna voru afar fáir dagar lausir, þeir gætu verið seldir þegar þetta er skrifað, svo þeir sem ætla að láta reyna á að kíkja í síðsumarsveiði á suðurlandi þurfa líklega að hafa nokkuð hraðar hendur. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði
Affallið hefur verið mjög gott í sumar en áin er oft einna best þegar líður á tímabilið. Heildarveiðin í Affallinu í fyrra var heldur döpur en þá veiddust aðeins 193 laxar í ánni en núna er hún komin yfir 700 laxa og það er mikill fiskur í henni samkvæmt þeim veiðimönnum sem hafa verið við Affallið nýlega. Affallið er eins og Eystri og Ytri Rangá haldið uppi með seiðasleppingum og virðast heimtur í ár hafa verið sérstaklega góðar. Það er ennþá að ganga lax og núna fer sjóbirtingurinn að sýna sig í ánni líka en neðstu svæðin verða oft ansi lífleg þegar vænir sjóbirtingar kíkja þangað inn. Affallið er mjög vel selt og síðast þegar Veiðivísir kannaði stöðuna voru afar fáir dagar lausir, þeir gætu verið seldir þegar þetta er skrifað, svo þeir sem ætla að láta reyna á að kíkja í síðsumarsveiði á suðurlandi þurfa líklega að hafa nokkuð hraðar hendur.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði